Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 97
BARNI LINDBERGS RÆNT
95
Neðst á örkinni væri teiknuð skrít-
in mynd: tveir bláir hringir, sem
skárust, svo í miðjunni myndaðist
sporbaugur, sem litaður var rauð-
ur. Auk þess væru stungin þrjú göt
þvert yfir myndina.
Röddin við hinn enda simalín-
unnar komst snögglega í uppnám.
„Ég næ mér í bíl og kem til yðar
á stundinni!"
„Þér eruð of upptekinn til þess“,
svaraði Condon. „Ég kem heldur
til yðar.“
Klukkan var tvö, þegar Condon
kom til Hopewell. Eftir að Lind-
berg hafði grandskoðað bréfin, lýsti
hann yfir, að þau væru ósvikin. í
blöðunum hafði ekkert verið minnzt
á undirskriftarmerkin, hringina,
svo bréfin hlutu að vera komin frá
upphafsmönnunum. Hann kvaðst
gjarnan vilja hafa Condon sem
milligöngumann og bauð honum
gistingu yfir nóttina.
Condon þakkaði fyrir og spurði,
hvort hann mætti ekki heilsa upp á
húsmóðurina. Lindberg fylgdi hon-
um til herbergis, þar sem Anna
lá fyrir.
Condon sá, að hún var með tár-
stokkin augu, og mælti blíðlega:
„Af hverju grátið þér? Nú ætla ég
að sækja barnið fyrir yður.‘ Og
hann bætti við brosandi: „Sjáið
ofurstann. Ég gæti helzt haldið, að
hann væri afbrýðisamur út í mig,
eldgamlan karlinn!“
Anna gat ekki annað en hlegið,
og þegar þeir komu út úr herberg-
inu aftur, sagði Lindberg, að þetta
væri í fyrsta skiptið, sem kona sín
hefði hlegið eftir að barnið hvarf.
Lindberg bað Condon að afsaka,
að hann gæti ekki boðið honum
upp á heppilegri vistarveru en
barnaherbergið.
Eftir að doktor Condon var orð-
inn einn, kraup hann á kné við
barnsrúmið og bað guð að hjálpa
sér í leit sinni og hét því að hætta
ekki leitinni fyrr en litli snáðinn
svæfi aftur í þessu herbergi.
FYRIR MIKIL LAUN?
Morguninn eftir sneri doktor
Condon aftur til Bronx og hafði í
höndunum bréf frá Lindberg, sem
gaf honum fullt leyfi til að vera
milligöngumaður. Breckinridge ók
Condon heim og tók með þökkum
því boði hans að dvelja þar meðan
von væri um, að barnið endur-
heimtist. Þennan sama dag setti
Breckinridge auglýsingu í „New
York American“: Peningarnir eru
tilbúnir.
Til að halda nafni sínu leyndu
fyrir blöðunum undirritaði Condon
auglýsinguna, sem kom í blaðinu
hinn 11. marz með orðinu „Jafsie“,
en það orð er myndað af upphafs-
stöfunum í nafni hans, JFC. Condon
var sannfærður um, að barnsræn-
ingjarnir gætu leyst þann stafa-
leik, þótt það væri lokuð bók fyrir
ókunnuga.
Um sjöleytið þetta kvöld hringdi
síminn, og djúp rödd spurði
Condon, hvort hann hefði fengið
bréfið með hinni sérkennilegu und-
irskrift. Orðið undirskrift (á ensku
,,signatur“) var ranglega borið
fram í símanum og sömuleiðis hafði
það verið ranglega stafsett í bréf-
unum.
Condon svaraði þessu játandi, og