Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 83
Eg kentist þvert yfir herbergið. Til-
finningin var freniur þœgileg, rétt eins
og mér hefðu allt í einu vaxið vængir.
Hann varð fyrir eldingu
iMirwinig . ., ....
* var staddur 1 gomlu
húsi í Hampshire. þeg-
ar ég var lostinn eld-
... m ingu. — Aðstæðurnar
míUlílílíl/lílíw voru dálítið skrítnar,
og strax eftir slysið gat ég hlegið,
fremur skjálfandi að vísu, að því,
sem skeði á þessari ógleymanlegu
sekúndu.
Húsið var umlukt skógi, en eina
tréð, sem stóð nálægt því, var göm-
ul eik, um tíu metra frá lítið not-
uðum bakdyrum.
Þetta var um hádegi, og vinnu-
maður var bograndi yfir viðareldi,
sem hann hafði kveikt upp í arnin-
um. Gas og rafmagn var lokað, því
eigandinn hafði ekki enn flutt í hús-
ið, og vinnumaðurinn kvartaði um
ofansúg, sem fékk augun til að svíða
og manninn til að formæla.
I pönnu á eldinum var hann að
steikja flesk og egg, krossbölvandi
yfir því, að maturinn myndi verða
á bragðið eins og sviðið timbur.
Síðasta klukkutíma hafði syrt í
lofti, og nú heyrðum við fyrstu
regndropana falla og þrumuhljóð í
fjarska.
Svo dundi regnið úr loftinu eins
og foss. Ég fór að vaskinum til að
láta renna í ketil og hélt um krana-
snerilinn, þegar skært Ijós virtist
blossa úti fyrir glugganum, og á
sama andartaki spárkaði fíll í
brjóstið á mér — eða það fannst
mér að minnsta kosti.
— Times Weekly Review —
81