Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
ein nýlenda kynni að verða á móti
yfirlýsingunni, gæti slíkt verið mjög
hættulegt og leitt til ósamlyndis síð-
ar meir og jafnvel örlagaríkrar
sundrungar nýlendnanna.
Fulltrúar New York lýstu því í
samræðum sínum við sjálfstæðis-
sinna, að þeir væru í rauninni
hlyntir yfirlýsingunni. En þeir
sögðust hafa fengið sérstök fyrir-
mæli um það að heiman, að þeir
skyldu ekki greiða atkvæði með
henni. Þeir ætluðu því að sitja hjá
enn á ný.
Þá var aðeins Pennsylvania eftir.
John Dickinson barðist við rödd
samvizkunar tímunum saman. Hon-
um varð því ekki svefnsamt. Robert
Morris, einn helzti stuðningsmaðm-
hans frá Pennsylvaniu, hafði hvatt
hann til þess að láta undan vilja
meirihlutans. En Dickinson, sem var
einlægur kvekari, gat ekki greitt
því atkvæði, að samlandar hans
yrðu að þola styrjaldarhörmungar
hvað sem vilja meirihlutans leið.
Hann sendi því þau skilaboð til
Roberts Morris, að hann mundi ekki
mæta á þingfundi þ. 2. júlí, heldur
halda kyrru fyrir í herbergjum sín-
um. Hann bætti því við, að kanske
ætti Morris að gera slíkt hið sama.
Þetta þýddi, að þá mundu aðeins
5 fulltrúar frá Pennsylvaniu mæta
á þingfundinum. Tveir þeirra voru
sjálfstæðissinnar, en tveir á móti.
John Morton, sá fimmti, var óá-
kveðinn.
ÞAÐ BIRTIR YFIR
2. dagur júlímánaðar rann upp. Það
rigndi og var svalara en áður. Þing-
fulltrúar örkuðu um leirugar göt-
urnar í áttina til þinghússins. Þeir
tóku strax eftir fjarveru þeirra
Dickinsons og Morris. En sjálfstæð-
issinnum gerðist órótt, er þeir tóku
eftir því, að það vantaði enn einn
fulltrúa, Caesar Rodney frá Dela-
ware. Hafði hraðboðinn brugðizt
þeim? John Hancock þingforseti
frestaði atkvæðagreiðslunni allan
morguninn og fram eftir degi. Hon-
um tókst það með því að fá þing-
fulltrúum önnur mál að fjalla um.
En að lokum gat hann ekki frestað
atkvæðagreiðslunni lengur.
Charles Thomson ritari kallaði nú
nöfn fulltrúanna hvert af öðru og
bað þá að greiða atkvæði um sjálf-
stæðisyfirlýsinguna. Hin 9 jáyrði frá
deginum áður, sem nú voru endur-
tekin, vöktu enga sérstaka athygli.
Fulltrúar New York lýstu kurteis-
lega yfir því, að þeir sætu hjá við
atkvæðagreiðsluna. Atkvæði Penn-
sylvaniu skiptust, þ.e. 2 á móti 2,
þangað til John Morton reis á fæt-
ur, lasburða af völdum sjúkdóms
þess, sem hann átti eftir að deyja
úr nokkrum mánuðum síðar.
Morton óttaðist yfirvofandi styrj-
öld eins og John Dickinson. Fyrir
mánuði hafði hann sagt: „Baráttan
er hryllileg... foreldrar gegn börn-
um — börn gegn foreldrum.“ En
nú greiddi hann samt atkvæði með
sjálfstæðisyfirlýsingunni. Og rödd
hans titraði af niðurbældri angist.
John Adams hafði tekizt að sann-
færa hann.
Og Delaware, hvað um fulltrúa
Delaware? Thomas McKean beið úti
fyrir. Hann hafði staðið þar mest-
allan daginn, lagt við hlustirnar og
rýnt út í fjarskann í von um að