Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 111
BARNI LINDBERGS RÆNT
109
stjóri aftur frá heimsókn þeirra til
New York. Þá er Lindberg heils-
aði þeim, sagði hann, að leltin
þennan dag hefði ekki heldur bor-
ið neinn árangur, en kannske
mundi hann hafa heppnina með
sér næsta dag.
Þeir Bruce og Richard horfðust
á vandræðalegir. Loks mælti
Bruce: „Ofursti, — barnið hefur
fundizt. . .Honum fipaðist, því
Lindberg einblíndi á hann.
„Fundinn ?” endurtók Lind-
berg titrandi röddu.
„Hann er dáinn”, flýtti Bruce sér
að segja.
„ÞAÐ ER BARNIÐ MITT”
f skóginum við Hopewell stóð
lögregluþjónn á verði við litlu
dældina, þar sem barnslíkið hafði
fundizt. Nokkra faðma í burtu var
sífelldur bílstraumur á regnvotum
veginum. Margh- komu fótgangandi
til að svala forvitni sinni, og loks
myndaðist þarna umferðarhnútur,
þar sem hvorki varð komizt fram
né aftur. Fljótlega var reist í ná-
grenninu sölubúð, þar sem menn
gátu fengið sér í svanginn heitar
pylsur og fleira.
Annar hópur forvitins fólks
safnaðist saman umhverfis líkhús
eitt í Trenton, og eftir hádegið
hinn 13. maí nam bifreið staðar
fyrir utan, og Lindberg ofursti sté
út.
Hann var berhöfðaður og afar
þreytulegur. Með honum var
Breckinridge deildarstjóri. Lind-
berg hvarf skjótlega inn í kapell-
una, en Breckinridge hikaði; hann
hafði komið auga á Condon í hópn-
Hauptmann.
um. Breckinridge gaf honum bend-
ingu eins og hann vildi spyrja
hann, hvort hann ætlaði ekki með
inn, en Condon hristi þegjandi
höfuðið.
í herberginu, þar sem líkið lá,
gekk Lindberg að líkbörunum
Eftir nokkra stund mælti hann: „Ég
er alveg viss um, að þetta er barn-
ið mitt.“
HROLLVEKJANDIJÁTNING
Fram til þessa hafði fylkislög-
reglan í New Jersey verið bundin
í báða skó sökum þess, að ekki
mátti trufla barnsræningjana í að
skila drengnum. En nú þegar lík-
ið var fundið, tilkynnti Schwarz-
kopf, að allt yrði gert sem hugs-
anlegt væri til að klófesta ódæð-
ismennina.
Hann tók þá ákvörðun, að fyrst
og fremst skyldu þeir Condon,
Curtis og Rosner yfirheyrðir um