Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 93
BARNI LINDBERGS RÆNT
91
gerðarleysi lögreglunnar gæti var-
að nema stuttan tíma.
„VIÐ HÖFUM AÐVARAÐ
YÐUR. . “
í raun var þegar orðið of seint
að freista þess að halda málinu
leyndu. Hálfri stund eftir að Oliver
þjónn hafði talað við lögregluna
í Hopewell var lögreglan í þrem
fylkjum búin að finna þefinn af
hinum válegu tíðindum, og á rit-
stjórn dagblaðanna voru menn í
önnum við að skipta um efni á
forsíðunum. Og fljótlega voru þús-
undir manna, blaðamenn, forvitn-
isseggir og minjagripasafnarar, á
ieið til búseturs L:ndbergs flug-
kappa.
Þessi viðbrögð fólks var ekki ann-
að en það, sem búast mátti við.
Frægð Lindbergs hafði lítt hjaðn-
að þessi fimm ár, sem liðin voru
frá því hann flaug einn síns liðs
frá New York til Parísar, — sigr-
aði Atlantshafið í lítilli eins hreyf-
ils flugvél.
Aftur á móti var Anna Morrow
óþekkt almenningi, þegar Lindberg
hafði fyrir þrem árum valið sér
hana að eiginkonu, og var fað-
ir hennar þó milljónamæringur og
hafði verið sendiherra Bandaríkj-
anna í Mexíkó árin 1927—30. En
blaðamennirnir voru fljótir að
finna að eitthvað var á seyði, þeg-
ar Lindberg „sté í vænginn" við
Önnu með því að fljúga lágt yfir
stóran búgarð fjölskyldunnar og
dilla vélinni. Blöðin skýrðu fljót-
lega frá, að Anna væri grönn, ynd-
isleg ung stúlka með jarpt hár og
blá augu og gefin fyrir að yrkja
Ijóð. Brúðkaup þeirra stóð í maí
1929, og var þá mikið um dýrðir.
Und;r eins og fyrstu morgun-
blöðin komu út með risafyrirsögn-
inni SYNI LINDBERGS RÆNT,
reis mikil reiðialda meðal þjóðar-
innar. Herbert forseti Hoover lýsti
undir eins yfir, að barnsrán væri
viðurstyggilegastur allra glæpa.
L:ndberg, sem forðast vildi íhlut-
unarsemi lögreglunnar, varð nú að
biðja þessa sömu aðila um hiáln
til að stugga hinum forvitna lýð
frá húsum sínum og landareign.
Þar að auki voru rannsóknarmenn-
irnir nú komnir á þá skoðun, að
einhver eða einhverjir meðal þjón-
ustufólksins hlytu að vera í vit-
orði með barnsræningjunum. En
sjálf voru þau L'ndberg og Anna
sannfærð um, að ekkert af starfs-
fólki þeirra væri neitt hið minnsta
við málið riðið. Samt leið ekki á
löngu áður en þau Betty Gow,
Oliver þjónn Whately og kona hans
og annað af starfsliðinu væri tekið
til yfirheyrslu.
Foreldrarnir ungu undu sér engr-
ar hvíldar. Þau voru sífellt reiðu-
búin til að leggja af stað að heim-
an, væri gert boð eft:r þeim. Tveim
dögum eftir ránið birtist í öllum
hinum stærri dagblöðum Banda-
ríkjanna leiðbeining fráÖnnuLind-
berg um, hvað gefa ætti drengnum
að borða. Sama dag lét Lindberg
einnig birta í blöðunum orðsend-
ingu þess efnis, að þeim, sem færði
honum barnið aftur, skyldi ekki
verði gert neitt til miska.
Daginn eftir, sem var 4. marz,
barst honum bréf, undirritað sams-
konar merki og það fyrra, þar sem