Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 13
HVAÐ ER FRAMUNDAN í GEIMFERÐUM
11
hægt er að nota aftur, annast vista-
flutninga til stöðvarinnar, en við
það minnkaði kostnaðurinn við að
komast á jarðbraut verulega. Þess-
ar geimstöðvar mundu ekki aðeins
vera skref áleiðis lengra út í geim-
inn, heldur mjög þýðingarmiklar til
þess að auka þekkingu okkar á
heimahnetti okkar, jörðinni. Þær
mundu einnig verða ómetanleg
tæki til þess að reyna áhrif langvar-
andi geimferða á mannslíkamann,
og sem slíkar ómetanlegur undir-
búningur hugsanlegra ferða manna
til Mars.
Um þessar mundir eru fyrstu
sjónvarpsmyndirnar sendar frá
Mars til jörðu. Menn gera sér góðar
vonir um, að þessar myndir geti
svarað spurningum, sem enn er ó-
svarað um þennan næsta nágranna
jarðar. Er raunverulega ís á heim-
skautunum þar eins og hér. Er það
gróður, sem virðist breiðast út yfir
plánetuna jafnóðum og ísinn sýnist
minnka? Er raunverulega til líf á
Mars? Samkvæmt síðustu fréttum
benda myndirnar frá Mars til þess,
að ekki sé neitt líf að finna þar.
Til þess að fá enn skýrari svör
en von er til að fáist nú verða tvö
Mariner-geimför send til Mars 1971,
og 1972 er ráðgert að tvö geimför
af gerðinni Víkingur verði látin
lenda þar og róta í yfirborðinu. En
þá verður eftir að senda þangað
menn og jafnframt því sem þetta
gerist verður geimstöðin umhverfis
jörð farin að þjálfa menn í lang-
varandi þyngdarleysi.
Önnur vandamál virðast óleysan-
legri, og þó verður það erfið hnota
að brjóta að finna leiðir til þess að
sjá mönnum fyrir nægu lofti, vatni
og mat á svo langri leið. Þetta telja
vísindamenn að megi leysa.
DUBRIDGE-SKÝRSLAN
En þótt hugað sé að ferðalögum
til Mars í framtíðinni er ekki víst
að neitt ofurkapp verði lagt á það
markmið. Nixon Bandaríkjaforseti
mun á næstunni fá til meðferðar
skýrslur, sem nefnd undir forsæti
dr. Lee Dubridge ráðunautar for-
setans um vísindamál er að taka
saman. Þangað til þessar skýrslur
Dubridge liggja fyrir er ekki vitað
hvað verður næst tekið fyrir, en
búizt er við að nefndin hafi skilað
skýrslunum í september.
Og geimvísindamennirnir sjálfir
gera sér engar vonir um að Dub-
ridge komist að þeirri niðurstöðu að
hraða beri landtöku manna á Mars.
Þvert á móti sagði sjálfur 'Wherner
von Braun nýlega í viðtali, að hann
byggist við að þar verði mælt með
því að halda áfram sendingu ómann-
aðra geimfara til fjarlægra hnatta
og sendingu ómannaðra geimfara á
braut umhverfis jörð og megin-
áherzla verði lögð á að afla vísinda-
legra upplýsinga. Mannaðar geim-
ferðir á næstu árum verði fyrst og
fremst farnar til að kanna hvernig
menn eiga að fara að því að lifa
og starfa langtímum saman í geimn-
um. En þótt svo fari jafnvel að ekki
verði minnzt á Mars í skýrslunni,
þá getur þessi undirbúningur komið
að góðu haldi við ferðir þangað síð-
ar, jafnvel þótt sjónum manna verði
um sinn fremur beint að jörðinni
sjálfri en stjörnunum.