Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
ar þeirra var skipstjóri á bátnum,
sem talið var að drengurinn væri
falinn í. Hinn maðurinn hét Jón, og
Curtis taldi vafalaust, að hann væri
sá sami og haft hafði viðsk!ptin við
við Condon; að minnsta kosti var
útlit hans í samræmi við lýsingu
Jafsie á honum. Annars hefði John
sannað, hver hann væri, með því
að sýna Curtis böggul af peninga-
seðlum, sem voru með hinum upp-
gefnu raðnúmerum.
Loks gaf Curtis þær upplýsing-
ar, að ræningjarnir vildu koma á
stefnumóti einhversstaðar á hafi
úti.
Næstu dagana leitaðist Curtis við
að standa í sem nánustu sambandi
við Lindberg. Aðfaranótt hins 20.
apríl hafði hann ekki einungis hitt
barnsræningjana á ný, heldur einn-
ig komið um borð í skonnortu
þeirra, hið tvímastraða fiskiskip,
Mary B. Moss, eftir því sem hann
tjáði Lindberg. Allt hafði farið fram
samkvæmt áætlun. Tvær konur
höfðu samband við skipið frá
ströndinni með leynilegum útvarps-
send', sem komið var fyrir í göml-
um Ford-fólksbíl. Curtis hafði verið
ekið til staðar eins í nágrenni Cap
May í New Jersey og þaðan var
róið með hann út í skonnortuna.
Þegar út í skipið var komið, til-
kynntu ræningjarnir, að þeir vildu
fá meira lausnarfé. Curtis and-
mælti, en ekki komst hann upp með
það. Þeir kváðust frá byrjun hafa
talið, að þeir fengju lausnarféð í
tvennu lagi, og í þetta sinn kröfð-
ust þeir loforðs frá Lindberg um,
að raðnúmer seðlanna yrðu ekki
gerð opinber.
Lindberg lofaði þegar í stað að
ganga að þessum kröfum, og ákveð-
ið var stefnumót úti fyrir Block-
eyju. En ekkert varð úr stefnumóti
þessu. Eftir því sem Curtis upp-
lýsti, þótti ræningjunum of mikil
bátaumferð umhverfis eyjuna, og
þeir stungu upp á öðrum mótsstað
þrjátíu kílómetra úti fyrir strönd
Virginíu.
Föstudaginn 22. apríl sté Lind-
berg um borð í lystisnekkjuna
Marc.on, sem Curtis hafði séð um,
að lægi ferðbúin í Norfolk. Þar um
borð voru fyrir þeir Georg deild-
e'nn, sem flotastjórnin hafði útvalið
arstjóri Richard, hafnsögumaður
til leitarinnar, og Kenneth Whiting
skipstjóri. Ennfremur Curtis og
e;nn af nánustu vinum hans, Edvin
Bruce. Þeir Richard deildarstjóri
og Whiting skipstjóri sáu um
vopnabúnaðinn, sem var Browning-
vélbyssa, venjulegir rifflar og
skammbyssur.
Klukkan 18.40 hélt Marcon til
hafs og var í dögun komin til hins
nýja stefnumótsstaðar. Af stjórn-
palli horfði Lindberg ásamt hinum
öðrum út yfir sollinn sæinn, en
síðla sama dags var haldið heim á
leið án þess að nokkur árangur
hefði fengizt.
Næstu viku var veðrið mjög
slæmt, og mest allan tímann varð
Marcon að halda sig í Norfolk.
Lindberg hélt sig nær allan tím-
ann um borð í bátnum og stóð á
verði, þegar veður var til að láta
úr höfn.
Dag einn kom Burrage flotafor-
ingi í heimsókn á skútuna. Lind-
berg skýrði honum frá hinni mis-