Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 49
HIN GRÝTTA LEIÐ TlL SJÁLFSTÆÐIS
47
nýlendurnar fremur en að sameina
þaer.
MIKILL HITI
Þessar drungalegu hugsanir og
aðrar svipaðar bjuggu í huga Thom-
asar Jefferson og annarra fulltrúa,-
er þeir lögðu leið sína niður eftir
rykugu Kastaníustræti í áttina til
hins fallega Ráðhúsi Pennsylvaniu,
en það var byggt úr rauðum múr-
steini. Þar sat þingið. Þegar turn-
klukkann sló níu, skundaði hinn
hávaxni og glæsilegi John Hancock
til ræðustóls forseta og setti þingið
formlega með fundarhamrinum.
(Jefferson skráði hitastig dagsins í
minnisbók sína af forvitni hins
sanna vísindamanns. Hitinn var 81,5
stig F þann dag).
Fyrst var skýrt frá stöðu amer-
ísku hersveitanna. Það var ekki lík-
legt, að þær gætu hvatt efasemda-
menn til þess að ljá sj álfstæðishug-
myndinni stuðning sinn. Hersveit sú
nyrðri, sem hafði ráðizt inn í Kan-
ada, var nú á hröðum flótta, hrjáð
af sjúkdómum og uppreisnarhug
hermannanna. Hina 19.000 manna
herdeild George Washingtons, yfir-
hershöfðingja alls heraflans, skorti
mjög skotfæri, en hún var í New
York. Og risavaxinn brezkur floti
hafði sézt úti fyrir Sandy Hook. í
suðri gerði brezkur her harða hríð
að Charleston með aðstoð flota-
styrks. Brezkt lið gerði árásir úr
þrem áttum.... og svo vildu sumir
þingmennirnir greiða atkvæði með
því, að nýlendurnar lýstu yfir sjálf-
stæði sínu!
Andrúmsloftið í þingsalnum var
orðið svo rafmagnað um hádegið,
að slíkt var næstum óbærilegt. Og
þingmennirnir voru því þakklátir
fjrnir að geta gert einnar klukku-
stundar hlé og skroppið út í þing-
húsgarðinn. Þeir ákváðu að stofna
„heildarnefnd", þegar þingfundur
hófst að nýju, og skyldi Benjamin
Harrison frá Virginíu verða for-
maður hennar. Þannig yrði allt það,
sem sagt væri eða greitt atkvæði
um, skoðað sem óopinbert. Tilgagn-
urinn með þessu fyrirkomulagi var
að hvetja alla viðstadda til þess að
tjá hug sinn afdráttarlaust.
ALGER STYRJÖLD
John Dickinson spratt tafarlaust
á fætur. Hann spurði, hvaða akkur
gæti verið í því að lýsa yfir sjálf-
stæði nýlendnanna. Mundi mál-
staðnum bætast nokkur nýr liðs-
maður af þeim sökum? Mundi slíkt
hafa jákvæð áhrif á þjóðir Evrópu?
Eða kæmi slíkt þeim til að álíta
alla Ameríkumenn vera háværa
vindbelgi, sem lýstu einhverju yfir
sem staðreynd, er þeir ættu svo
eftir að sanna fyrir brezku herjun-
um?
Náttúran sjálf virtist magna
áhrifavald hinnar kjarnyrtu ræðu
Dickinson. Risavaxnir skýjabólstrar
höfðu hrannazt upp yfir borginni.
Nú kváðu við þrumur, og eldingar
þutu um himininn. Það var kveikt
á kertum, þegar dimmdi svona
snögglega í herberginu.
Dickinson hélt áfram að tala.
Hann sagði, að sjálfstæðisyfirlýsing
jafngilti yfirlýsingu um algera
styrjöld. Gerðu þingmenn sér grein
fyrir, hvað slíkt merkti í raun og
veru? „Borgir okkar verða brennd-