Úrval - 01.09.1969, Side 49

Úrval - 01.09.1969, Side 49
HIN GRÝTTA LEIÐ TlL SJÁLFSTÆÐIS 47 nýlendurnar fremur en að sameina þaer. MIKILL HITI Þessar drungalegu hugsanir og aðrar svipaðar bjuggu í huga Thom- asar Jefferson og annarra fulltrúa,- er þeir lögðu leið sína niður eftir rykugu Kastaníustræti í áttina til hins fallega Ráðhúsi Pennsylvaniu, en það var byggt úr rauðum múr- steini. Þar sat þingið. Þegar turn- klukkann sló níu, skundaði hinn hávaxni og glæsilegi John Hancock til ræðustóls forseta og setti þingið formlega með fundarhamrinum. (Jefferson skráði hitastig dagsins í minnisbók sína af forvitni hins sanna vísindamanns. Hitinn var 81,5 stig F þann dag). Fyrst var skýrt frá stöðu amer- ísku hersveitanna. Það var ekki lík- legt, að þær gætu hvatt efasemda- menn til þess að ljá sj álfstæðishug- myndinni stuðning sinn. Hersveit sú nyrðri, sem hafði ráðizt inn í Kan- ada, var nú á hröðum flótta, hrjáð af sjúkdómum og uppreisnarhug hermannanna. Hina 19.000 manna herdeild George Washingtons, yfir- hershöfðingja alls heraflans, skorti mjög skotfæri, en hún var í New York. Og risavaxinn brezkur floti hafði sézt úti fyrir Sandy Hook. í suðri gerði brezkur her harða hríð að Charleston með aðstoð flota- styrks. Brezkt lið gerði árásir úr þrem áttum.... og svo vildu sumir þingmennirnir greiða atkvæði með því, að nýlendurnar lýstu yfir sjálf- stæði sínu! Andrúmsloftið í þingsalnum var orðið svo rafmagnað um hádegið, að slíkt var næstum óbærilegt. Og þingmennirnir voru því þakklátir fjrnir að geta gert einnar klukku- stundar hlé og skroppið út í þing- húsgarðinn. Þeir ákváðu að stofna „heildarnefnd", þegar þingfundur hófst að nýju, og skyldi Benjamin Harrison frá Virginíu verða for- maður hennar. Þannig yrði allt það, sem sagt væri eða greitt atkvæði um, skoðað sem óopinbert. Tilgagn- urinn með þessu fyrirkomulagi var að hvetja alla viðstadda til þess að tjá hug sinn afdráttarlaust. ALGER STYRJÖLD John Dickinson spratt tafarlaust á fætur. Hann spurði, hvaða akkur gæti verið í því að lýsa yfir sjálf- stæði nýlendnanna. Mundi mál- staðnum bætast nokkur nýr liðs- maður af þeim sökum? Mundi slíkt hafa jákvæð áhrif á þjóðir Evrópu? Eða kæmi slíkt þeim til að álíta alla Ameríkumenn vera háværa vindbelgi, sem lýstu einhverju yfir sem staðreynd, er þeir ættu svo eftir að sanna fyrir brezku herjun- um? Náttúran sjálf virtist magna áhrifavald hinnar kjarnyrtu ræðu Dickinson. Risavaxnir skýjabólstrar höfðu hrannazt upp yfir borginni. Nú kváðu við þrumur, og eldingar þutu um himininn. Það var kveikt á kertum, þegar dimmdi svona snögglega í herberginu. Dickinson hélt áfram að tala. Hann sagði, að sjálfstæðisyfirlýsing jafngilti yfirlýsingu um algera styrjöld. Gerðu þingmenn sér grein fyrir, hvað slíkt merkti í raun og veru? „Borgir okkar verða brennd-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.