Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 31

Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 31
BÖRNIN ÚR AUSTRI 29 fýsi, heldur hafði ég mikla ánægju af því. Nú var þetta ókunna barn komið, ég vissi ekki hvernig ég átti að vekja hana, guð mátti vita hvernig morgnarnir yrðu í framtíðinni. Jæja, ég hugsaði að það væri bezt að snúa sér að morgunstörfunum, svo ég fór fram úr og ætlaði að læðast niður til að vekja ekki barn- ið; en þegar ég kom fram, sat hún í efsta þrepinu, og mér fannst hún ímynd einmanaleikans. Ég fór til hennar, kraup niður og spurði hana hvort nokkuð væri að. Hún horfð á mig og ég gleymi al- drei því augnaráði, en hún sagði ekki neitt. Ég snerti vanga hennar og fann að hann var ískaldur, hún hlaut að hafa setið þarna langan tima. Ég lyfti upp fisléttum líkam- anum, og bar hana inn til Marjorie, sem var sofandi. Ég vakti hana. — Mér þykir það leitt, elskan, en ég er ekki búinn að útbúa morgun- verðlnn, ég kem með hann eftir stundarkorn. Getur þú ekki iljað henni á meðan. Marjorie, sem er eins fljót að hugsa og sjómenn og hjúkrunar- konur, tók ofan af rúminu. Ég lagði barnið við hlið hennar og breiddi vel ofan á þær báðar. Þegar ég leit við í dyrunum, og sá dökkan koll- inn á öxl Marjorie, þá fann ég að allt var í lagi. Ég fór niður, bjó til te, bætti mjólk og kökum á bakkann og fór upp. Hundarnir fylgdu mér, enda var það venjan á morgnana, og einn liður af athöfninni. Ég setti bakkann frá mér á nátt- borðið og sagði: — Góðan daginn, telpur mínar! Fleirtalan kom af sjálfu sér, og þannig hefur það verið síðan. Og ég get sagt yður, lesandi góð- ur, að eftir ekki lengri tíma en hálft annað ár, eru litlu dæturnar mínar frá Koreu mér e'ns kærar og þær væru mín eigin skilgetin börn. Ég er hreykinn af þeim. Það getur ver- ið að þær séu ekki mín eigin eign, enda er það glapræði af foreldrum að „eiga“ börnin sín með húð og hári; en þær eiga mig örugglega, og þær hjálpa mér til að vera í sátt við umheiminn, og þakklátur fyrir það að vera á lífi.... Hinn venjulegi blaðalesandi nútímans getur ekki gert það upp við se\ hvort heimurinn fer svona mjög versnandi eða hvort blaöamen’' irnir leggja síg bara betur fram við störf sín en áður. Afgreiðslumaðurinn í raftækjavinnustofunni lagði rafknúðu lim- •gerðisklippurnar á borðið og sagði: „Gerið svo vel, herra Miller, og nú eru þær í prýðilegu lagi. En ég vil samt vara yður við einu. Lánið þær aidrei nágranna." „Það er nú einmitt meinið,“ sagði herra Miller. „Sko, ég er ná- granninn “ Irish Digest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.