Úrval - 01.09.1969, Page 31
BÖRNIN ÚR AUSTRI
29
fýsi, heldur hafði ég mikla ánægju
af því.
Nú var þetta ókunna barn komið,
ég vissi ekki hvernig ég átti að
vekja hana, guð mátti vita hvernig
morgnarnir yrðu í framtíðinni.
Jæja, ég hugsaði að það væri bezt
að snúa sér að morgunstörfunum,
svo ég fór fram úr og ætlaði að
læðast niður til að vekja ekki barn-
ið; en þegar ég kom fram, sat hún í
efsta þrepinu, og mér fannst hún
ímynd einmanaleikans.
Ég fór til hennar, kraup niður og
spurði hana hvort nokkuð væri að.
Hún horfð á mig og ég gleymi al-
drei því augnaráði, en hún sagði
ekki neitt. Ég snerti vanga hennar
og fann að hann var ískaldur, hún
hlaut að hafa setið þarna langan
tima. Ég lyfti upp fisléttum líkam-
anum, og bar hana inn til Marjorie,
sem var sofandi. Ég vakti hana.
— Mér þykir það leitt, elskan, en
ég er ekki búinn að útbúa morgun-
verðlnn, ég kem með hann eftir
stundarkorn. Getur þú ekki iljað
henni á meðan.
Marjorie, sem er eins fljót að
hugsa og sjómenn og hjúkrunar-
konur, tók ofan af rúminu. Ég lagði
barnið við hlið hennar og breiddi
vel ofan á þær báðar. Þegar ég leit
við í dyrunum, og sá dökkan koll-
inn á öxl Marjorie, þá fann ég að
allt var í lagi.
Ég fór niður, bjó til te, bætti
mjólk og kökum á bakkann og fór
upp. Hundarnir fylgdu mér, enda
var það venjan á morgnana, og einn
liður af athöfninni.
Ég setti bakkann frá mér á nátt-
borðið og sagði:
— Góðan daginn, telpur mínar!
Fleirtalan kom af sjálfu sér, og
þannig hefur það verið síðan.
Og ég get sagt yður, lesandi góð-
ur, að eftir ekki lengri tíma en hálft
annað ár, eru litlu dæturnar mínar
frá Koreu mér e'ns kærar og þær
væru mín eigin skilgetin börn. Ég
er hreykinn af þeim. Það getur ver-
ið að þær séu ekki mín eigin eign,
enda er það glapræði af foreldrum
að „eiga“ börnin sín með húð og
hári; en þær eiga mig örugglega, og
þær hjálpa mér til að vera í sátt
við umheiminn, og þakklátur fyrir
það að vera á lífi....
Hinn venjulegi blaðalesandi nútímans getur ekki gert það upp við
se\ hvort heimurinn fer svona mjög versnandi eða hvort blaöamen’'
irnir leggja síg bara betur fram við störf sín en áður.
Afgreiðslumaðurinn í raftækjavinnustofunni lagði rafknúðu lim-
•gerðisklippurnar á borðið og sagði: „Gerið svo vel, herra Miller, og
nú eru þær í prýðilegu lagi. En ég vil samt vara yður við einu. Lánið
þær aidrei nágranna."
„Það er nú einmitt meinið,“ sagði herra Miller. „Sko, ég er ná-
granninn “ Irish Digest.