Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 50
48
URVAL
S
1. George Pompidou
var kosinn forseti
Frakklands á eftir
de Gaulle. En til hve
langs tíma?
2. Hvers lenzkur er
kjötrétturinn gullsj?
3. Hver leikur aðal
kvenhlutverkið í
kvikmyndinni
„Funny Girl“?
4. Liggja landamæri
Austurríkis og Júgó-
slavíu saman?
5. Eftir hvern er skáld-
ritið „Ditta manns-
barn“?
6. Hver er yngsti
landsliðsmaður i
knattspyrnu, sem ís-
land hefur átt?
7. Hver var fyrsti
stj órnarf ormaður
Eimskipafélags ís-
lands?
8. Hvaða íslenzkur
leikritahöfundur
hefur samið út-
varpsleikrit um Jör-
und Hundadagakon-
ung?
9. Hver er ritstjóri
blaðsins Hreppa-
maður?
10. Hverjir hafa tekið
saman bókina „ís-
lenzkir málshættir“?
ar til ösku. Indíánunum verður sig-
að á okkur." Styrjöld gegn auðug-
asta og voldugasta heimsveldi jarð-
arinnar! Gæti Ameríka reitt sig á,
að hennar eigin landsmenn hopuðu
hvergi í styrjöld, sem „yrði grimmi-
legri“ vegna þessarar yfirlýsingar?
„Mundu þeir ekki kvarta yfir styrj-
öld þeirri beiskum huga og álíta
hana vera fljótfærni, brjálæði?“
Það varð svolítil þögn á eftir
þessum kjarmiklu setningum. Og
þá mátti heyra regnið bylja á rúð-
unum. John Dickinson settist. Nú
beindust augu allra að John Adams,
stuttvaxna fulltrúanum frá Massa-
chusetts, en hann var 41 árs að aldri.
Honum einum þýddi að andmæla
Dickinson.
Adams reis þreytulega á fætur.
Mánuðum saman hafði hann aðeins
haft fjögurra tíma svefn á sólar-
hring. Hann átti sæti í fleiri nefnd-
um þingsins en nokkur annar. Hann
hafði skrifað ótal bréf og skýrslur.
Á hverjum degi hafði hann barizt í
þinginu fyrir sjálfstæði nýlendn-
anna. Sem snöggvast velti hann því
fyrir sér, hvort hann gæti afborið
að neyðast til að endurtaka enn
einu sinni „það, sem hafði verið
endurtekið og þvælt ótal sinnum
síðustu 6 mánuðina." En hið geysi-
lega mikilvægi málefn'sins greip
hann föstum tökum að nýju, á sama
augnabliki og hann hóf mál sitt, og
þreytublær raddar hans gufaði sam-
stundis upp og hún varð kröftug og
hljómmikil.
Nú flutti hann mestu ræðu á ger-