Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 64
62
ÚKVAL
ríkjunum. 24 konur eru í hópi þeirra
úrvalsþjálfara sem hlotið hafa heið-
ursnafnbótina „Verðugur þjálfari
So vétríkj anna“.
Líkamsrækt og íþróttir skipa
mikinn sess í daglegu lífi sovézkra
kvenna. Meira en 17 milljónir
kvenna taka nú þátt í æfingum
hverskonar íþróttafélaga.
Þegar verið var að skrifa þessa
klausu barst ritstjórninni tilkynning
um að stór hópur íþróttamanna
hefði verið sæmdur sovézkum orð-
um og heiðursmerkjum fyrir frá-
bæra frammistöðu og þá einkum á
Ólympíuleikunum í Mexíkó. Meðal
þeirra eru Voronínhjónin.
FÆDD í DÖGUN
Það vakti mikla athygli í Japan
er þangað kom Anna Nútetegrine,
formaður framkvæmdanefndar hér-
aðráðs þjóðarsvæðis Tsjúktsja.
Nokkra daga samfleytt hurfu ekki
af forsíðum blaða myndir af þessari
þokkalegu hörundsdökku konu með
eilítið skásett, austræn augu.
Hver er þessi kona?
Faðir Önnu var veiðimaður af
Tsjúktsjiþjóð og er hún fædd á
strönd Norðuríshafsins, á Schmidt-
skaga. Fólk sem þar býr heilsar sólu
fyrst, hér fæðist Rússland. Stúlkan
var aðeins sjö ára gömul er hún
tók að hjálpa föður sínum við hin
erfiðu störf hans. Hún fór með hon-
um á haf út að veiða sel, lagði gildr-
ur fyrir hvíta refi í túndrunni, skaut
úlfa og villihreina. Má vera að Anna
hefði haldið áfram veiðimennsku
eða hreindýrabúskap hefði ráð-
stjórnarvald ekki komið til skjal-
anna.
Anna lauk almennu skólanámi og
síðan kennaraskóla og tók að kenna
Tsjúktsjum, börnum veiðimanna og
hreindýrabænda. Hin unga kennslu-
kona bjó yfir öfundsverðri þrjózku,
yfirgripsmikilli þekkingu og ágætri
þekkingu á lífi landa sinna. Önnu
var boðið starf í héraðsnefndinni.
Um nokkra ára skeið hefur þessi
dóttir veiðimanns verið fulltrúi
Tsjúkotka og tekið þátt í lausn þýð-
ingarmikilla mála á hinu sovézka
þingi. Á fundum þingsins hittir hún
vinkonur sínar, verkakonur, bænda-
konur, vísindakonur, kvenlækna,
leikkonur og kennslukonur. 425
konur eru í hópi þeirra sem kosnir
hafa verið til Æðsta ráðs Sovét-
ríkjanna — það er vel á minnzt
meira en samanlögð tala allra
kvenna á þingum kapítalískra ríkja.
VALENTÍNA, FORMAÐUR
VERKALÝÐSFÉLAGS
Valentína Omeltsjenko kom korn-
ung stúlka í verksmiðjuna „Krasni
Tainara Sjikova kennir stúdentum við
háskóla.