Úrval - 01.09.1969, Síða 84
82
ÚRVAL
Ég hentist þvert yfir herbergið.
Tilfinningin var fremur þægileg,
rétt eins og mér hefðu allt í einu
vaxið vængir og ég væri farinn að
fljúga. Svo hafnaði ég með skelli úti
í horni — það var ekkert þægilegt.
Hausinn á mér slóst við þilið svo
ég vissi ekki af mér í bili. Og svo,
þegar ég lauk upp augunum, sá ég
vinnumanninn bograndi framan við
arininn, sveipaðan svörtu skýi, sem
mér skildist allt í einu að væri sót.
Maðurinn bölvaði hjartanlega,
lágt og reiprennandi meðan hann
starði á steikarpönnuna. Hann setti
hana frá sér og kom í átt til mín.
Hann virtist riðandi í göngulagi. En
það gat verið missýning vegna höf-
uðhöggsins, sem ég hafði hlotið.
„Allt í lagi með þig?“ spurði
hann. Ég fullvissaði hann um, að ég
væri sem óðast að komast í lag.
„Ég hef misst hádegismatinn,“
sagði hann og benti á pönnuna. Ég
leit á hana með honum og sá, að
hann hafði ekki ýkt. Pannan var
kúffull af sóti og undir því voru
egg og flesk grafið.
„Eldingunni hefur slegið niður í
skorsteininn," sagði hann. „Ég fann
húsið skjálfa og hávaðinn kom mér
til að halda að flugvél hefði farið
inn úr þakinu.“
Þá varð mér eitt ljóst, sem mér
fannst dálítið einkennilegt. Það var
augljóst, að þruman hafði verið
geysi há. En ég hafði alls ekki heyrt
haria. Frá því andartaki, er ég hent-
ist frá krananum, og til þess, er
maðurinn ávarpaði mig, hafði ég
ekki heyrt neitt. Heyrnin var ó-
sködduð, því nú heyrði ég ágætlega
til mannsins. Fyrstu sekúndurnar
eftir eldinguna hafa skilningarvit
mín verið lömuð — það virtist aug-
ljós skýring á heyrnarleysi mínu.
Vinnumaðurinn var ómeiddur.
Hann hafði, sagði hann, verið að
snúa flesksneið með gaffli, þegar
herbergið virtist fyllast eldi, sem
kom niður skorsteininn, og hann
blindaðist af sóti. Svo sá hann að
maturinn var ónýtur.
Báðir vorum við svartir af sóti,
og það var heilmikið af því á gólf-
inu, en annað dró til sín athygli
okkar. Það hvein í skorsteininum,
og það var greinilegt, að það var
kviknað í honum, enda hefur hann
víst verið orðinn harla óhreinn. Ar-
ineldurinn var dauður, og hann
hafði aldrei verið svo líflegur, að
hann hefði getað kveikt í skorstein-
inum.
Vinnumaðurinn barmaði sér sár-
an yfir missi matarins, en nú fórum
við að rannsaka húsið og athuga,
hvort aðrar skemmdir hefðu orðið.
Við þurftum ekki lengi að leita.
Bakhurðin, sem læst var með slag-
brandi, þegar við sáum hana síðast,
hafði sprungið af hjörunum og lás
og slagbrandur rifnað burt. Hurðin
hafði þeytzt yfir herbergið og fellt
um koll stól í leiðinni. Athugun á
hurðinni leiddi í ljós djúpa bruna-
rák eftir henni endilangri, en ekk-
ert hafði flísazt úr henni.
Út um dyrnar, þar sem hurðin
hafði verið, sáum við reyk og gufu
leggja upp af eikartrénu. Stykki af
berki og viði höfðu rifnað af og
lágu á víð og dreif.
Svo virtist sem aðaleldingin hefði