Úrval - 01.10.1970, Side 3
FORSPJALL
V_____I____________y
ÞEIR SEM EITTHVAÐ fylgjast með
erlendum blöðum, hafa ekki komizt
hjá því að veita eftirtekt auknu
frjálsræði í frásögnum og birtingu
mynda um kynferðismál. Frjáls-
lyndi er ef til vill að sumra dómi of
kurteislegt orð yfir þetta fyrirbœri
nútímans. Samkvæmt hefðbundnum
skilningi teljast þœr myndir og frá-
sagnir, sem nú fylla síður jafnvel
viröulegustu blaða, ekkert annað en
klám. Og blöðin eru aðeins bergmál
af þessu breytta hugarfari, þegar
samskipti kynjanna eru annars veg-
ar. Hrekklausa ferðamenn rekur í
rogastanz, er þeir heimsœkja stór-
borgir, bœði í Evrópu og Ameríku.
Klámrit liggja þar í hrúgum fyrir
hvers manns augum og er nú svo
komið, að ekkert virðist lengur telj-
ast hneykslanlegt í þessum efnum.
í KJÓLFAR ÞESSA klámfaraldurs
hefur fylgt opinská umræða og
fræðsla um kynferðismál. Lœknar
hafa riðið á vaðið og skrifað bækur
í því skyni að hjálpa fólki og leið-
beina því. Ein af metsölubókunum í
Bandaríkjunum um þessar mundir
nefnist „Kynferðisleg vangeta“ og
er eftir tvo áhugasama vísindamenn,
sem vinna að kynlífisrannsóknum á
vegum rannsóknarstofnunar í St.
Louis, Dr. Masters og Virginía E.
Johnson. Þau birta í bókinni skýrslu
um þessar rannsóknir sínar og virð-
ist þar vera að finna itarlegustu
upplýsingar, sem fram hafa komið
um kynsambandið milli karls og
konu. Niðurstaða þeirra Masters og
Johnson, hefur vakið mikla athygli,
en hún er í stuttu máli á þá leið, að
um. helming hjóna í Bandaríkjunum
takist ekki að ná gagnkvœmum kyn-
ferðislegum tjáningartengslum í
hjónabandinu. í grein hér á eftir er
sagt frá þessari óvenjulegu bók og
meðal annars fjallað um helztu ráð,
sem höfundar telja að koma megi
að gagni við lœkningu á kynferðis-
legri vangetu.
í ÚRVALSBÓKUNUM hefur áður
verið sagt nokkuð frá njósnastarf-
semi stórveldanna og þá sérsstak-
lega rússnesku njósna- og leyni-
þjónustunni KGB. Við höfum þegar
birt í tveimur hlutum frásögn af
KGB, sem unnin var upp úr bók,
sem vœntanleg er á þessu ári. Það
Kemur út mánaðarlega. Útgeíandi: Hilmir hf.,
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, sími 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
600,00. I lausasölu krónur 60,00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir hf.
Myndamót: Rafgraf hf.
V_____________________________________________________________________________/