Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 80
78
vinur minn.“ Svo tilkynnti hann
með hærri röddu, sem heyrðist eft-
ir endilöngum klefanum: „Óviðbú-
ið aukastopp! Allir skipti um lest,
sem ætla til „Skapgæða“!“
Ósjálfrátt fóru allir að hlæja. Og
það leið ekki á löngu, þangað til
það ríkti eins konar kjötkveðjuhá-
tíðarandrúmsloft í vagninum. Vinur
minn með hvassa olnbogann hafði
veitt okkur öllum snögga innsýn í
það, hvernig New Yorkborg gæti
verið; — borg skapgæða, vingjarn-
leika og mannleika.
Ástæðan fyrir því, að fólk hrúg-
ast saman í stórborgum, er sú, að
þar er að finna atvinnumöguleika
og tækifæri til menntunar, bóka-
söfn og alls konar söfn og leikhús,
sem borgaryfirvöld styrkja, skil-
yrði til raunverulega fullnægjandi
lífshátta og lífs. En vandinn er bara
sá, að þegar við komum til stór-
borgarsvæðis, þá gleymum við að
flytja þangað með okkur hinn dýr-
mætasta þátt lífsins í sveitunum,
þorpunum og smábæjunum — þátt
hins mannlega í samskiptum fólks.
Hversu sórkostleg tækifæri gef-
ast okkur ekki daglega til þess að
gera stórborgir okkar að ánægju-
legum stöðum! Þegar ég var að aka
til vinnu nýlega, tók ég eftir málm-
gjörð, sem lá á götunni. Eg ætlaði
að fara að beygja fram hjá henni,
þegar eitthvað rak mig til þess að
hefjast handa. Eg stanzaði við gang-
stéttina, fór út úr bílnum og kast-
aði gjörðinni í ruslatunnu, svo að
hvassar brúnir hennar skæru ekki
sundur hjólbarða annarra bifreiða,
sem ekið yrði um götuna. Hálftíma
síðar gekk ókunnugur maður til
TJRVAL
mín á bílastæðinu og sagði: „É'g sá
þig taka upp þessa gjörð. Ég þakka
þér fyrir að vekja mig. Ég hef oft
ekið fram hjá slíkum hættum án
þess að hugsa um, hvað þær geti
gert öðrum. En ég ætla ekki að
gera það framvegis."
Það er gamall málsháttur, að
engum komi það við, sem öllum
kemur við. Borgarstarfsmenn, lög-
reglan, klúbbar, kirkjurnar, skól-
arnir og dagblöðin . . . geta ekki
framkvæmt allt það, sem gera þarf
til þess, að það sé raunverulega bú-
andi í borg. Þessir starfsmenn og
þessar stofnanir geta að vísu hjálp-
að til slíks. En það erum samt við,
hinir óbreyttu borgarar, sem sköp-
um í sameiningu andrúmsloft það,
sem ríkir í borginni, hvort sem um
er að ræða stórborgina New York
eða smábæinn Eastport í Maine-
fylki.
Ralph Waldo Emerson skrifaði
eitt sinn þessi orð: „Hin eina gjöf
er hluti af sjálfum þér.“ Ef þú lifir
raunverulega á einhverjum hæfi-
leika, einhverri hæfni eða sérþjálf-
un, eins og mörg okkar gera, hvers
vegna ættir þú þá ekki að deila
þessari hæfni með öðrum? Prent-
ara í bæ einum í Vesturríkjunum
gramdist að sjá ljót og klunnaleg
handskrifuð tilkynningaspjöld á
dyrum margra verzlana og annarra
fyrirtækja þar í bæ. Hann prentaði
upp á eigin spýtur ýmiss konar al-
geng tilkynningaspjöld, svo sem:
„Opið“, „Lokað síðdegis á mið-
vikudögum“, o. s. frv. og sendi þau
til verzlana þessara og fyrirtækja.
Síðast er ég frétti af honum, var
hann að leita að öðrum aðferðum