Úrval - 01.10.1970, Page 80

Úrval - 01.10.1970, Page 80
78 vinur minn.“ Svo tilkynnti hann með hærri röddu, sem heyrðist eft- ir endilöngum klefanum: „Óviðbú- ið aukastopp! Allir skipti um lest, sem ætla til „Skapgæða“!“ Ósjálfrátt fóru allir að hlæja. Og það leið ekki á löngu, þangað til það ríkti eins konar kjötkveðjuhá- tíðarandrúmsloft í vagninum. Vinur minn með hvassa olnbogann hafði veitt okkur öllum snögga innsýn í það, hvernig New Yorkborg gæti verið; — borg skapgæða, vingjarn- leika og mannleika. Ástæðan fyrir því, að fólk hrúg- ast saman í stórborgum, er sú, að þar er að finna atvinnumöguleika og tækifæri til menntunar, bóka- söfn og alls konar söfn og leikhús, sem borgaryfirvöld styrkja, skil- yrði til raunverulega fullnægjandi lífshátta og lífs. En vandinn er bara sá, að þegar við komum til stór- borgarsvæðis, þá gleymum við að flytja þangað með okkur hinn dýr- mætasta þátt lífsins í sveitunum, þorpunum og smábæjunum — þátt hins mannlega í samskiptum fólks. Hversu sórkostleg tækifæri gef- ast okkur ekki daglega til þess að gera stórborgir okkar að ánægju- legum stöðum! Þegar ég var að aka til vinnu nýlega, tók ég eftir málm- gjörð, sem lá á götunni. Eg ætlaði að fara að beygja fram hjá henni, þegar eitthvað rak mig til þess að hefjast handa. Eg stanzaði við gang- stéttina, fór út úr bílnum og kast- aði gjörðinni í ruslatunnu, svo að hvassar brúnir hennar skæru ekki sundur hjólbarða annarra bifreiða, sem ekið yrði um götuna. Hálftíma síðar gekk ókunnugur maður til TJRVAL mín á bílastæðinu og sagði: „É'g sá þig taka upp þessa gjörð. Ég þakka þér fyrir að vekja mig. Ég hef oft ekið fram hjá slíkum hættum án þess að hugsa um, hvað þær geti gert öðrum. En ég ætla ekki að gera það framvegis." Það er gamall málsháttur, að engum komi það við, sem öllum kemur við. Borgarstarfsmenn, lög- reglan, klúbbar, kirkjurnar, skól- arnir og dagblöðin . . . geta ekki framkvæmt allt það, sem gera þarf til þess, að það sé raunverulega bú- andi í borg. Þessir starfsmenn og þessar stofnanir geta að vísu hjálp- að til slíks. En það erum samt við, hinir óbreyttu borgarar, sem sköp- um í sameiningu andrúmsloft það, sem ríkir í borginni, hvort sem um er að ræða stórborgina New York eða smábæinn Eastport í Maine- fylki. Ralph Waldo Emerson skrifaði eitt sinn þessi orð: „Hin eina gjöf er hluti af sjálfum þér.“ Ef þú lifir raunverulega á einhverjum hæfi- leika, einhverri hæfni eða sérþjálf- un, eins og mörg okkar gera, hvers vegna ættir þú þá ekki að deila þessari hæfni með öðrum? Prent- ara í bæ einum í Vesturríkjunum gramdist að sjá ljót og klunnaleg handskrifuð tilkynningaspjöld á dyrum margra verzlana og annarra fyrirtækja þar í bæ. Hann prentaði upp á eigin spýtur ýmiss konar al- geng tilkynningaspjöld, svo sem: „Opið“, „Lokað síðdegis á mið- vikudögum“, o. s. frv. og sendi þau til verzlana þessara og fyrirtækja. Síðast er ég frétti af honum, var hann að leita að öðrum aðferðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.