Úrval - 01.10.1970, Page 25
GJAFIR GREGORY MENN
23
glötuð að eilífu.“ Nell sagði oft við
syni sína: „Ég er svo glöð yfir því,
að þið skylduð koma til okkar og
búa hjá okkur.“ Hún hafði mikla
gleði af báðum piltunum. Greg var
mjög brosmildur. Hann var mikill
lestrarhestur, lék á fiðlu og gítar,
var mesti siglingagarpur og bjó
sjálfur til smásjármyndaplötur af
vatnaþörungum.
Foreldrarnir og piltarnir ræddu
oft saman um alvarlega hluti. Þau
höfðu átt eitt slíkt samtal í júní
síðastliðnum, eftir að þau höfðu
hlustað á prestinn sinn tala um
dauðann í stólræðu sinni. „Þetta
mun koma fyrir mig . . . fyrir þig
. . . fyrir sérhvert okkar,“ hafði
hann sagt. „Við ættum einmitt að
ræða um slíkt.“
Og það hafði Mennfjölskyldan
gert. Drengirnir voru sammála um,
að dýrar jarðarfarir þjónuðu eng-
um jákvæðum tilgangi. Þeir kom-
ust einnig að þeirri niðurstöðu, að
það væri hagnýtt og mannúðlegt,
að fólk gæfi fyrirmæli um, að nota
mætti heilbrigð líffæri þess eftir
dauðann til þess að hjálpa hinum
lifandi.
HEIMUR í RÚST
Þeim varð ekki hugsað til dauð-
ans á ítalíu 6 mánuðum síðar. Þau
skoðuðu sig ■ um í Napoli á nýárs-
dag. Næsta dag fóru þau í einnar
stundar ferð til Pompeii. Þar veitti
leiðsögumaðurinn þeirra, hinn 35
ára gamli Franco Di Rosa, þeim ýt-
arlegar upplýsingar um hinar dýr-
mætu fornleifar, sem umkringdu
þau nú. Síðan fór hópurinn að reika
um hið forna torg þessarar rústa-
borgar. Þegar þau gengu fram hjá
litlu veitingahúsi, sneri Greg sér
skyndilega að móður sinni og sagði:
„Mamma, ég hef aldrei fengið eins
hræðilegan höfuðverk og ég hef
núna.“
„Hve lengi hefurðu haft hann?“
„f um 15 mínútur. Mér finnst ég
vera sárlasinn."
John hjálpaði syni sínum inn á
salerni veitingahússins. Þar . kast-
aði Greg upp og stundi síðan:
Pabbi, . . . nei . . . ó. ... “ Svo
hneig hann út af í fangi föður síns.
Eigandi veitingahússins ók fjöl-
skyldunni til sjúkrahússins í Pom-
peii. Greg var meðvitundarlaus.
Tveir læknar þar álitu sjúkdóm
hans vera bráða matareitrun. John
létti við þessar upplýsingar, þangað
til Greg fór að fá krampa. Hann
ranghvolfdi augunum stjórnlaust,
og varir hans urðu bláleitar. Hann
varð náfölur. og það komu fram
rauðir blettir á hörundi hans. „Það
getur verið um heilaskemmdir að
ræða,“ sagði annar læknirinn. „Við
verðum að koma honum á sjúkra-
hús í Napoli."
Á slysadeild Polyclinic-sjúkra-
hússins þar í borg skoðaði læknir
Greg í miklum flýti. Síðan hóf
hann útvortishjartanudd. Öndunar-
vél var ekið inn í stofuna til þess
að hjálpa piltinum með öndun. Nú
var klukkan orðin 4 síðdegis. Það
var föstudagur.
Foreldrar og bróðir Gregs voru
sem lömuð. Heimur þeirra hafði nú
hrunið í rúst. Greg var augsýnilega
stórhættulega veikur. Franco, leið-
sögumaður þeirra, hafði fylgt þeim
á sjúkrahúsið. Hann gerðist nú