Úrval - 01.10.1970, Side 99
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ
97
leiðinni. Orlov, sem var orðinn þétt-
kenndur, dansaði fyrir þau frammi
í stafni og vakti mikla kæti, er hann
var næstum dottinn útbyrðis í dansi
sínum. Þegar þau voru komin upp
á bryggjuna, sagði frú Dejean: „í
mínum augum eruð þið rússnesku
skytturnar þrjár og mestu prýðis-
menn. Við stöndum í þakkarskuld
við ykkur fyrir þessa unaðslegu
skemmtiferð. Mig langar því til þess
að endurgjalda ykkur vinsemd ykk-
ar. Viljið þið gera okkur þá ánægju
að koma í móttökuveizluna hjá okk-
ur í sendiráðinu á Bastilludaginn?
Hann er þann 14. júlí.“
VINAHÓPUR
KGB-menn álitu þetta boð sendi-
herrafrúarinnar vera stórsigur.
Cherkashin afsakaði sig og sagðist
ekki geta komið, en svo hafði verið
ráðgert fyrirfram. En þeir Kortkov
og Orlov komu í sendiráðið þ. 14.
júlí og var þar mjög vel tekið af frú
Dejean, sem heilsaði þeim af hlýju.
Hún kynnti þá tafarlaust fyrir
manni sínum, sem bauð þá innilega
velkomna á þolanlegri rússnesku.
Krotkov fann til óþægindakenndar
vegna einlægninnar, sem fólgin var
í kveðjum þessum.
Sendiherrann var hvorki hávax-
inn né tiltakanlega laglegur eða
myndarlegur. En hann hafði mikinn
persónuleika til að bera, og fas hans
var höfðinglegt. Augu hans voru blá
og vökul, hörundslitur hans heil-
brigður, en hár hans var svolítið
tekið að grána. Krotkov fylgdist
með því að áhuga, er þeir Dejean og
Khrushchev ræddu saman yfir
kampavínsglasi síðar um kvöldið og
skiptust á skrýtlum og gamansögum
og gáfu hvor öðrum stuhdum oin-
bogaskot til áherzlu mitt í hláturs-
rokunum.
Gestirnir gæddu sér á ljúffengum,
köldum réttum. Ginette Guibaud
gekk yfir til manns síns með þá
Krotkov og Orlov í eftirdragi. Gui-
baud var sterklega vaxinn maður.
Hann skiptist á orðum við. þá á
ensku, sem var málfræðilega rétt
töluð, en þó stirðbusaleg. Hann virti
þá kuldalega fyrir sér, jafnvel af
fyrirlitningu. Krotkov leið ekki vel
í návist hans, og ályktaði hann, að
Guibaud hefði geysimikla skyldu-
rækni til að bera og gerði sér góða
grein fyrir þeirri ábyrgð, er á hon-
um hvíldi, og væri því ekki auðveld
bráð fyrir KGB.
En kvöldið endaði samt vel fyrir
Krotkov. Þegar hann hélt burt,
höfðu þær frú Dejean og frú Gui-
baud báðar samþykkt að koma í
aðra skemmtiferð með honum í
næstu viku.
viku.
KGB samdi umfangsmiklar áætl-
anir og gerði ýmsar ráðstafanir til
þess að koma á laggirnar nýjum
vígstöðvum um haustið í sókn sinni
gegn sendiherranum, eftir því sem
kunningsskapur þeirra Krotkov og
frú Dejeans styrktist. Þetta var
nauðsynlegur þáttur hinnar upphaf-
legu áætlunar. Og sú framkvæmd
gerði það nauðsynlegt, að maður sá,
sem var ábyrgur fyrir öllum þessum
framkvæmdum, Oleg Mikhailovich
Gribanov, yfirmaður 2. aðaldeildar
KGB, kæmist í tengsl við háttsett
starfsfólk franska sendiráðsins og
fengi aðgang að samkvæmislífi þess.