Úrval - 01.10.1970, Síða 81
REYNDU AÐ GEFA HLUTA AF SJÁLFUM ÞÉR
79
til þess að nota hæfni sína og þjálf-
un sem prentari til þess að prýða
bæinn.
Á síðustu árum hefur hið ágæta
orð „empathy" komizt í almenna
notkun. Það þýðir „að skynja og
skilja tilfinningar og þarfir ann-
arra, að setja sjálfan sig í fótspor
annarra.“ Sem dæmi um slíkan
hæfileika manna mætti nefna at-
burð, sem gerðist í bænum okkar.
Við mikla umferðargötu bjó öldruð
kona, sem lá fyrir dauðanum. Og í
hvert skipti sem þungur vörubíll
fór yfir bungu á götunni fyrir utan
húsið hennar, hristi titringurinn
rúmið, sem hún lá í, og olli henni
miklum þjáningum. Ég hringdi
strax í forstjóra gatnagerðardeild-
arinnar, þegar ég heyrði um þessar
slæmu aðstæður hennar, og út-
skýrði þetta fyrir honum. Og fyrir
kvöldið hafði vinnuflokkur jafnað
þessa bungu. Það var ekki aðeins
sjúklingnum sem létti við þessa
framkvæmd, heldur einnig ná-
grönnum hennar og vinum, því að
þeir höfðu þjáðzt með henni.
Sá hæfileiki, að geta sett sig í
fótspor annarra, hvetur okkur
einnig til þess að meta það, sem er
vel gert, og veita hrós fyrir það, til
dæmis verk, sem er vel af hendi
leyst, góða hugmynd, sem borin er
fram, góða þjónustu, sem veitt er.
Konan þín hefur kannske búið til
ljúffenga eggjaköku? Segirðu henni
þá, að þér finnist það? Barnið þitt
fær góða einkunn í prófi. Sýnirðu,
að þú metur það einhvers, með því
að fara yfir verkefnablaðið eða úr-
lausnarblaðið með því? Afgreiðslu-
stúlka sýnir þér óvenjulega lipurð
og kurteisi. Hefurðu orð á því? Þú
gagnrýnir kosinn embættismann,
þegar hann gerir eitthvað, sem þú
ert óánægður með. En hrósarðu
honum einnig fyrir þann verknað
eða þau störf hans, sem þú ert
ánægður með?
Flest okkar hugsa í svo ríkum
mæli um okkar eigin mál, að okkur
hættir til að sýna mótspyrnu, þeg-
ar aðrir krefjast athygli okkar og
reyna að veita okkur hlutdeild í
eigin lífi og fá okkur til að skynja
og skilja þeirra mál. En samt erum
við óskaplega ánægð, þegar við
rekumst á persónu, „sem kann að
hlusta", persónu, sem er reiðubúin
að taka þátt í okkar vandamálum
og deila með okkur gleði og sorg í
lífi okkar, persónu, sem er reiðubú-
in að ýta til hliðar eigin viðfangs-
efnum til þess að taka af einlægni
þátt í okkar viðfangsefnum. Ég
reyndi slíka fórnfýsi kvöld eitt, þeg-
ar við hjónin vorum boðin til kvöld-
verðar hjá manni, sem hefur frí-
merkjasöfnun sem tómstundaiðju.
Mér hafði alltaf þótt frímerkja-
söfnun og allt henni viðkomandi
mjög leiðinlegt. En í stað þess að
látast aðeins taka kurteislega eftir,
þegar hann ræddi um frímerki,
ákvað ég nú að veita honum þá
ánægju að fá raunverulega áhuga-
saman hlustanda, er hann ræddi
hugðarefni sitt. Og vegna sinnar
geysilegu þekkingar á frímerkjum,
sögu þeirra og hinna ýmsu útgáfu-
landa tókst honum að halda óskertri
athygli minni, svo að ég hafði inni-
lega ánægju af skýringum hans. Og
þegar við kvöddum, ljómaði hann