Úrval - 01.10.1970, Side 120
Vatnsdalsá
í augum
erlends
ferðamanns
Þetta var nóg til að
við: nýtt land, nýtt fljót,
nýir fuglar, ókunnir
fiskar — þúsund
s'pumingar, sem nœsta vika
eða tíu dagar kynnu
að svara.
reiður, flatlendur,
*
B
^ grænn dalur, og býli
ýfc með rauðum þökum og
*)ÍC- björt, tær á; brattar,
grænar hlíðar á báða
vegu rísa upp að dökkum kletta-
beltum og fenntum giljum; lág ský
yfir fjallabrúnum, breytileg dal-
gola, rof í bláan himin og sólskin,
ljósgullið fólk af ævafornum meiði;
kríur, heiðlóur og svartbakar;
undraverð fjölbreytni villiblóma í
skrúða. Allt þetta myndar norðan-
vert ísland um miðjan júlí — allt
þetta og laxinn.
Vatnsdalsá er fjögurra stanga
fljót — sem þýðir að einungis má
fiska lax á fjórar stengur samtímis
á tímanum frá klukkan 9:30 að
morgni til 9:30 að kvöldi og aðeins
á flugu. Engin takmörk eru sett við
því hversu mikið er veitt og ætlazt
er til þess að veiðimaðurinn lógi
þeim fiskum sem hann fær. Með
þessum hætti verða veiðiskýrslurn-
ar nákvæmar og hægt er að haga
stangafjöldanum í samræmi við
þær.
Við komum að Flóðvangi, þægi-
legu veiðimannahúsi, án þess að sjá
sjálfa ána. Við húsinu blasir dálítið
grunnt stöðuvatn (Flóðið) sem áin
rennur gegnum. Neðan við vatnið
eru tveir gjöfulir hyljir, Hólakvörn
og Hnausakvísl, rétt ofan við flóð-
mál. Næst ofan við vatnið er áin
lygn og straumlítil, liðast um mó-
mýrar og bitengi með hvanngræn-
um eyjum, eina fimm eða sex kíló-
metra ofan frá litlu kirkjunni þeirra
í dalnum. Lax staðnæmist hvergi í
118
Veiðimaðurinn —