Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 109
KGB — SVOLUHREIÐRIÐ
107
honum í bakspeglinum, sá, að hann
gróf andlitið í höndum sér.
í svöluhreiðrinu ríkti nú svipað
andrúmsloft og í búningsherbergi
knattspyrnuliðs, sem er nýbúið að
vinna heimsmeistaratitilinn. Kampa-
vínið streymdi í glösin og skvettist
jafnvel á gólfið, og þeir Kunavin og
Misha óskuðu hvor öðrum og Loru
til hamingju með sigurinn. Þeir
skellihlógu og settu síðan allt sam-
an á svið fyrir hina KGB-njósnar-
ana, sem þyrptust að víðs vegar úr
húsinu og utan af götunni, þar sem
þeir höfðu verið á verði.
Gribanov slóst sem snöggvast í
hópinn og tók þátt í gleði hinna.
,,Lora, mig langar líka til bess að
óska þér til hamingju,“ sagði hann
í einlægni. „Þú varst blátt áfram al-
veg fullkomin."
Lora benti á ótal marbletti, sem
voru nú sem óðast að koma fram
víðs vegar á líkama hennar, og sagði
við Kunavin með illskusvip: „Líttu
bara á, hvernig þú fórst með mig!“
„Mér þykir þetta leitt“, sagði hann
afsökunarrómi. „Þetta varð að ger-
ast. Taktu þér nú nokkurra ' daga
frí og hvíldu þig í rúminu.“
„En hvað um herbergið mitt?“
spurði hún. „Fæ ég herbergið, sem
mér hafði verið lofað?“
„Já, Lora, þú færð herbergið þitt.“
„ÉG STÆÐI í ÞAKKARSKULD
VIÐ ÞIG“
Klukkan nákvæmlega 8 þetta
sama kvöld knúði Dejean dyra á
sumarhúsi Serovs, þar sem maður
sá, sem þrem stundum áður hafði
stjórnað árásinni á hann og látið
berja hann og niðurlægja, tók nú á
móti honum í hlutverki húsbónda,
sem býður gest sinn innilega vel-
kominn. Nokkrum dögum áður hafði
Gribanov skipulagt kvöldverðarboð
í hlutverki sínu sem Gorbunov, og
átti boð það að verða haldið strax
eftir að sendiherrann hafði verið
barinn og niðurlægður. KGB vildi
þannig veita Dejean tækifæri til
þess að leita þeirrar hjálpar, sem
hann þarfnaðist nú svo sárt.
Meðan á borðhaldinu og konjaks-
drykkjunni stóð, gaf sendiherrann
ekki til kynna á nokkurn hátt, hvað
á undan var gengið, þótt hann
verkjaði enn í líkamann eftir með-
ferðina. En síðar um kvöldið dró
hann Gribanov afsíðis og mælti loks
þau orð, sem KGB-menn höfðu von-
azt til, að hann mundi mæla eftir
allt það undirbúningsstarf, sem þeir
höfðu orðið að inna af höndum: „Ég
er í anzi miklum vandræðum. Ég
þarfnast hjálpar yðar ...“ Og síðan
skýrði hann satt og rétt frá sam-
bandi sínu við Loru og öllu því, sem
gerzt hafði heima í íbúð hennar fyr-
ir nokkrum klukkustundum.
„Þetta er ákaflega alvarlegt mál,“
sagði Gribanov. „Eiginmaðurinn
hefur lögin sín megin. Fari hann
með málið fyrir dómstólana, gæti
hann gert þetta að miklu hneykslis-
máli.“
„Ég stæði í þakkarskuld við yður,
ef þér gætuð gert eitthvað í mál-
inu,“ sagði Dejean.
„Ég skal gera allt, sem ég get,“
svaraði Gribanov. „En herra sendi-
herra, ég verð að vera hreinskilinn.
Ég er ekki viss um, að okkur muni
takast að þagga þetta niður.“
Gribanov lék sér að Dejean næstu