Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 56

Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 56
54 ÚRVAL staða fyrir hendi hjá föngunum. Nú hafa fréttirnar um Vinnulækningu hf. borizt til annarra fangelsa fylk- isins, og nú er orðin miklu meiri eftirspurn eftir sj álfboðaliðum en hægt er að anna. Slíkir tilvonandi stuðningsmenn fanga eru valdir mjög vandlega og umsækjendur yfirheyrðir og athug- aðir á allan hátt. Meðal annars ræða félagsmenn við nágranna og prest umsækjanda. „í rauninni spyrjum við aðeins þriggja grundvallar- spurninga", segir einn starfsmaður félagsins. „Er þetta ábjrrgur mað- ur? Og er hann ábyrgur á aðlað- andi hátt? Sko, maður getur verið ábyrgur, þótt hann sé kuldalegur og fráhrindandi. Og svo er það síðasta spurningin: Er það líklegt, að hann hafi nægilega þolinmæði til að bera, þannig að hann muni ekki gefast upp? f rauninni er ekki um að ræða nein viss endalok tengslanna milli stuðningsmannsins og fangans. Þegar maður hefur steypt sér út í þetta, þá getur hæglega farið svo, að maður verði að vera „samstíga“ þessum kjörafbrotamanni sínum ár- um saman“. Venjulegt fyrirkomulag er þann- ig, að stuðningsmaðurinn heimsæk- ir fangann í fangelsið í um eitt ár, yfirleitt tvisvar í mánuði. vSumir siálfboðaliðar reyna að gera þessar heimsóknir heimilislegri og hlýlegri með því að koma með eiginkonu og börn með sér í heimsóknirnar. Sérhver stuðningsmaður undir- ritar loforð um, að daginn, sem fanganum verður sleppt úr fangels- inu, muni hann fylgja honum út þaðan og eyða með honum öllum deginum, þ.e. fyrsta degi hans í frjálsu samfélagi. Hann lofar líka að aðstoða hann við alls konar vandamál, sem eru því samfara að gerast meðlimur samfélagsins að nýju. Og þau eru mörg og marg- vísleg. Sú þjónusta Vinnulækningar hf., sem miðar að því að útvega föng- unum atvinnu, er ekki síður mikil- væg en stuðningsmannakerfið. Skýrslur sýna, að sé fyrrverandi afbrotamaður í fullu starfi, hafi hann 87% möguleika á að halda sig framvegis frá afbrotum. Hafi hann aðeins starf hluta úr degi, lækkar hlutfallstalan niður í 55%. Og sé aðeins um snattvinnu að ræða, lækkar hún enn niður í 27%. Starfsmenn Vinnulækningar hf. leita fyrir sér um atvinnu handa fyrrverandi föngum meðal alls kon- ar atvinnufyrirtækja í stórborginni Seattle af hinum mesta dugnaði. Leggja þeir þá áherzlu á, að það sé ekki aðeins mannúðlegt heldur fjárhagslega hagkvæmt að ráða menn, sem hafa fengið ýmsa sér- þjálfun í fangelsi. Sem stendur hef- ur Vinnulækningu hf. tekizt að tryggja sér virkan stuðning um 300 atvinnufyrirtækja í þessu efni. Öðru hverju sendir Vinnulækning hf. fyrirtækjum þessum og 500 öðrum að auki prentaðan bækling, sem nefnist „Framtíð óskast“, þar sem birt er stutt æviskrá þeirra fanga, sem bráðlega verða látnir lausir. I maí á þessu ári fengu 77 af slíkum 90 umsækjendum störf við sitt hæfi. Simmons áætlar, að kostnaðurinn á hvern fangi, sem áætlun þessi tekur til, sé svolítið yfir 400 doll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.