Úrval - 01.10.1970, Page 90
88
ÚRVAL
viðtals við einn af aðstoðarmönnum
Charles de Gaulles forseta og skýrði
honum frá því, sem hann hafði ný-
lega komizt að. De Gaulle varð að
vísu óttasleginn, en hann gaf samt
tafarlaust út þessa fyrirskipun af
fyllstu einbeitni: Komizt að öllum
sannleikanum í máli þessu, hver
svo sem hann kann að vera.
Nú hófu beztu og virtustu starfs-
menn frönsku gagnnjósnaþjónust-
unnar mjög umfangsmikla og ýtar-
lega rannsókn. Þeir reyndu að gera
sér grein fyrir hverju smáatriði
ráðabruggs, sem KGB hafði beint
gegn Frakklandi, ráðabruggs, sem
Líkja mætti við ör, er beint hafði
verið að hjarta Frakklands. Þeir
tengdu öll þessi smáatriði saman og
reyndu að fá samhengi í heildina.
Vélabragð þetta var svo alvarlegt
og flókið í eðli sínu, að jafnvel þeir
vestrænu njósnasérfræðingar, sem
gerðu sér góða grein fyrir hinni
banvænu snilli KGB, urðu sem
þrumu lostnir.
Frönsku gagnnjósnararnir upp-
götvuðu, að með eindreginni hvatn-
ingu Nikita S. Khrushchevs, sem þá
var ritari Kommúnistaflokks Sovét-
rík’anna, hafði KGB ráðizt í að ná
Jeynilegu tangarhaldi á franska
sendiherranum í Moskvu með því
að veiða hann í kynferðilega gildru.
Margir tugir velþekktra sovézkra
Jistamanna og menntamanna, sem
KGB st’órnar, tóku þátt í fram-
kvæmd þessarar áætlunar. Þar að
auki unnu yfir 100 yfirmenn. niósn-
arar og þaulæfð tálkvendi KGB að
þessu sama viðfangsefni. Fram-
lcvæmd áætlunarinnar var í raun og
yeru þess eðlis, að umsátur var gert
um allt franska sendiráðið, og af-
leiðingarnar urðu meðal annars þær,
að einn heiðarlegur Frakki glataði
lífi sínu. Þar að auki var fram-
kvæmd þessarar áætlunar KGB um
að veiða sendiherrann í gildru sína
þegar komin hættulega langt áleið-
is, þegar Rússinn, sem strauk frá
KGB og leitaði á náðir Vesturveld-
anna, ljóstraði öllu ráðabrugginu
upp.
Uppljóstrun þessa sovézka ráða-
bruggs varð auðvitað til þess að
binda algeran endi á það og eyði-
leggja hugsanlegan árangur þess.
Áralöng undirróðurs- og skemmd-
arstarfsemi KGB gegn franska
sendiráðinu færði samt Rússum
harla lítinn árangur í aðra hönd að
lokum annan en þann að eyðileggja
á vissan hátt líf nokkurra persóna
og valda dauða einnar þeirra. Þessi
sérstaka áætlun KGB endaði ekki