Úrval - 01.10.1970, Side 7

Úrval - 01.10.1970, Side 7
5 Ml—WH——BM—BMBEMPMWHWgH—H——BB——B—ætM — Tilfinningin fyrir afbrotunum er komin svo í blóðið í mér, að ég set alltaf upp hanzka, þegar ég sezt við ritvélina. Það dugar jú ekki að skilja eftir sig fingraför. Nokkrum árum síðar kom út ævisaga Simenons í Bandaríkjun- um. Þar er því haldið fram, að Simenon hafi alltaf hanzka, þegar hann skrifi á ritvél sína. FRANSKA SKÁLDIÐ Voltaire var eitt sinn viðstaddur æfingu á einu af leikritum sínum og veitti því þá athygli, að einn leikaranna hafði sofnað. Sárgramur hristi Voltaire leikar- ann svo hann vaknaði og mælti um leið: — Haldið þér, að þér séuð einn af áhorfendum eða hvað? FRANSKA SKÁLD J ÖFURINN Victor Hugo langaði eitt sinn til að frétta um sölu á nýútkominni bók eftir sig. Hann skrifaði útgefanda sínum þess vegna, en af því að skáldið var afskaplega önnum kaf- ið, hafði það bréfið ekki lengra en þetta: — ? Victor Hugo. Útgefandinn, sem var alveg í sjö- unda himni yfir sölu bókarinnar, sendi um hæl eftirfarandi svar- bréf: — ! GROVER CLEVELAND Banda- ríkjaforseti leigði prófessor einum íbúðarhús sitt í Princeton, New Jersey. Dag einn kvartaði leigjandinn yf- ir því, að vatn væri í kjallara húss- ins. — Nú, hvað hélduð þér að væri þar? spurði forsetinn. — Bjuggust þér kannski við, að þar flyti allt í kampavíni? ÞEGAR PÍANÓSNILLINGURINN Arthur Rubenstein kom til Kaup- mannahafnar fyrir nokkrum árum, sagði hann frá spaugilegu atviki, sem kom fyrir, er hann hélt tón- leika í litlum bandarískum bæ. Það var uppselt og aðalverkið á dagskránni var Kreisler-sónatan, en í því verki eru nokkrar þagnir. í fyrstu þögninni heyrði hann hörkulega konurödd segja hátt og skýrt niðri í salnum: — Mér finnst nú, að hann hefði getað spilað eitthvað, sem hann kann! OG FYRST VIÐ HÖFUM minnzt á stórmenni úr heimi tónlistarinnar, skulum við láta fljóta með söguna af því, þegar tónskáldin Stravinski og Gershwin hittust í fyrsta sinn. Það var í París árið 1928. — Hvað munduð þér taka mikið fyrir að kenna mér hljómsveitar- stjórn í nokkra tíma? spurði Ger- shwin. — Hvað hafið þér miklar tekj- ur? spurði Stravinski á móti. - Um 100.000 dollara á ári. Stravinski þagnaði andartak, en sagði síðan: — Ég held, að það væri réttara, að þér kennduð mér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.