Úrval - 01.10.1970, Page 116

Úrval - 01.10.1970, Page 116
Íi4 ÚRVAL bættismann. Þeir, sem tala með fyr- irlitningu um aðferðir KGB við að veiða menn í alls konar gildrur og líkja þeim helzt við eins konar skop- stælingu af njósnum, ættu að hafa í huga reynslu þá, sem einn af þing- mönnum brezka þingsins, Anthony Courtney að nafni, varð fyrir. í júní árið 1961, nokkrum mánuðum eftir dauða konu sinnar, heimsótti Courtney Moskvu í viðskiptaerind- um. Kvöld eitt kom laglegi túlkur- inn hans frá Intourist, ferðaskrif- stofu ríkisins, upp í hótelherbergið hans. Túlkurinn var stúlka, Zinaida Grigoievna Volkova að nafni. Þar eyddu þau nokkrum klukkustund- um saman. Þar var aðeins um að ræða skyndiástarævintýri milli tveggja ógiftra, fullorðinna persóna. Og Courtney gleymdi því fljótt. Sumarið 1965 lagði Courtney ríka áherzlu á það í brezka þinginu, að kommúnistaríkin stunduðu ákaft njósnir geg'n Bretlandi með aðstoð starfsfólks rússneska sendiráðsins í Lundúnum. Hann krafðist þess, að fjöldi þeirra kommúnisku „mat- sveina“, „eldabuska" og „bílstjóra”, sem veitt væru utanríkisþjónustu- sérréttindi í Bretlandi, yrði mjög takmarkaður. Það leið ekki á löngu, þangað til annar þingmaður, John Tilney að nafni, sýndi Courtney blað, sem var á stærð við dagblaða- síðu. Á því voru myndir af Court- ney og rússneska kventúlkinum saman, og voru þau meira og minna fáklædd. Blað þetta hafði verið sent í pósti til um 24 annarra þingmanna, einnig til dagblaða og til síðari eig- inkonu Courtneys. Nokkru síðar birti tímarit eitt ýtarlega frásögn af þessu hefndarbragði KGB. Þetta vakti mikið hneyksli, og áhrif þess urðu þau, að Courtney missti þing- sæti sitt. KGB heldur enn áfram að notfæra sér konur, kynvillinga, deyfilyf og eiturlyf, líkamsárásir, víxlspor manna og upplognar sakir í baráttu sinni gegn Vesturlöndum. I fjrrra varð brezka stjórnin svo áhyggjufull vegna þessarar stað- reyndar, að hún gaf út opinbert upplýsingarit, þar sem menn voru varaðir við þeim hættum, sem verða á vegi allra skemmtiferðamanna af völdum KGB. Robert F. Burnes, prófessor við ríkisháskóla Indiana- fylkis, sem hefur lengi unnið að beinum námsmanna- og fræði- mannaskiptum við Rússa, kvartaði yfir því opinberlega í New York Times í nóvember síðastliðnum, að KGB beitti stöðugt ögrunum og þvingunum við bandaríska fræði- menn, sem heimsæktu Sovétríkin. Alríkislögreglan bandaríska hefur þetta að segja í þessu efni: „Sovét- menn hika aldrei við að beita hvers kyns kúgun, hliðstæðri fjárkúgun, einkum gegn Bandaríkjamönnum, sem heimsækja Rússland. Alveg sér- stök tækifæri bjóðast þeim til slíks á sviði kynferðismála. Áður en Bandaríkjamað'urinn veit af, eru honum sýndar óþægilegar ljós- myndir, og honum er skipað að sýna samvinnuvilja. Það er sorglegt, hversu margir bandarískir gestir í Sovétríkjunum falla fyrir þessu bragði.“ Flest fórnardýr KGB eru ekki nógu hugrökk til þess að skýra frá þeirri auðmýkingu og niðurlægingu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.