Úrval - 01.10.1970, Síða 116
Íi4
ÚRVAL
bættismann. Þeir, sem tala með fyr-
irlitningu um aðferðir KGB við að
veiða menn í alls konar gildrur og
líkja þeim helzt við eins konar skop-
stælingu af njósnum, ættu að hafa
í huga reynslu þá, sem einn af þing-
mönnum brezka þingsins, Anthony
Courtney að nafni, varð fyrir. í
júní árið 1961, nokkrum mánuðum
eftir dauða konu sinnar, heimsótti
Courtney Moskvu í viðskiptaerind-
um. Kvöld eitt kom laglegi túlkur-
inn hans frá Intourist, ferðaskrif-
stofu ríkisins, upp í hótelherbergið
hans. Túlkurinn var stúlka, Zinaida
Grigoievna Volkova að nafni. Þar
eyddu þau nokkrum klukkustund-
um saman. Þar var aðeins um að
ræða skyndiástarævintýri milli
tveggja ógiftra, fullorðinna persóna.
Og Courtney gleymdi því fljótt.
Sumarið 1965 lagði Courtney ríka
áherzlu á það í brezka þinginu, að
kommúnistaríkin stunduðu ákaft
njósnir geg'n Bretlandi með aðstoð
starfsfólks rússneska sendiráðsins í
Lundúnum. Hann krafðist þess, að
fjöldi þeirra kommúnisku „mat-
sveina“, „eldabuska" og „bílstjóra”,
sem veitt væru utanríkisþjónustu-
sérréttindi í Bretlandi, yrði mjög
takmarkaður. Það leið ekki á löngu,
þangað til annar þingmaður, John
Tilney að nafni, sýndi Courtney
blað, sem var á stærð við dagblaða-
síðu. Á því voru myndir af Court-
ney og rússneska kventúlkinum
saman, og voru þau meira og minna
fáklædd. Blað þetta hafði verið sent
í pósti til um 24 annarra þingmanna,
einnig til dagblaða og til síðari eig-
inkonu Courtneys. Nokkru síðar
birti tímarit eitt ýtarlega frásögn af
þessu hefndarbragði KGB. Þetta
vakti mikið hneyksli, og áhrif þess
urðu þau, að Courtney missti þing-
sæti sitt.
KGB heldur enn áfram að notfæra
sér konur, kynvillinga, deyfilyf og
eiturlyf, líkamsárásir, víxlspor
manna og upplognar sakir í baráttu
sinni gegn Vesturlöndum.
I fjrrra varð brezka stjórnin svo
áhyggjufull vegna þessarar stað-
reyndar, að hún gaf út opinbert
upplýsingarit, þar sem menn voru
varaðir við þeim hættum, sem verða
á vegi allra skemmtiferðamanna af
völdum KGB. Robert F. Burnes,
prófessor við ríkisháskóla Indiana-
fylkis, sem hefur lengi unnið að
beinum námsmanna- og fræði-
mannaskiptum við Rússa, kvartaði
yfir því opinberlega í New York
Times í nóvember síðastliðnum, að
KGB beitti stöðugt ögrunum og
þvingunum við bandaríska fræði-
menn, sem heimsæktu Sovétríkin.
Alríkislögreglan bandaríska hefur
þetta að segja í þessu efni: „Sovét-
menn hika aldrei við að beita hvers
kyns kúgun, hliðstæðri fjárkúgun,
einkum gegn Bandaríkjamönnum,
sem heimsækja Rússland. Alveg sér-
stök tækifæri bjóðast þeim til slíks
á sviði kynferðismála. Áður en
Bandaríkjamað'urinn veit af, eru
honum sýndar óþægilegar ljós-
myndir, og honum er skipað að sýna
samvinnuvilja. Það er sorglegt,
hversu margir bandarískir gestir í
Sovétríkjunum falla fyrir þessu
bragði.“
Flest fórnardýr KGB eru ekki
nógu hugrökk til þess að skýra frá
þeirri auðmýkingu og niðurlægingu,