Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 12

Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 12
10 ÚRVAL ilvægar, nýiar spurningar um sólina og sólkerfið. Það var um 46 steina að ræða úr ferð Apollo 11. Voru þeir allir úr efsta lagi tunglyfirborðsins. Þeir voru af ýmsum stærðum, allt frá baun upp í fimm þumlungar að lengd. Við fyrstu sýn líktust þeir miög venjulegum jarðsteinum, en við nánari skoðun reyndust þeir vera ólíkir öllu því, sem finnst hér á jörðu. Þeir voru alsettir litlum holum, sem voru með glerungshúð að innan. Sumir voru þaktir gler- ungsslettum, sem mynduðu hvítleita bletti á yfirborði þeirra. Meira en þriðjungur tunglefnanna var jarðvegur. Helmingur þessa jarðvegs var gler, mest hvassar, í- langar agnir, alveg litlausar. En um tíundi hluti þess efnis voru hnatt- laga agnir í ýmsum litum, rauðum, brúnum, grænum, gulum og fjólu- bláum. Mjög lítið finnst af gleri í náttúrulegu ástandi í jarðvegi jarð- arinnar. Tunglsteinarnir og rykið var rannsakað með hjálp rafeinda. Að því var skotið geislavirkum „iso- toppum“, og hluti þess var rannsak- aður með sérstökum rafgeislaútbún- aði, svo að hægt væri að greina frumefni þess. Allir steinar, hvort sem þeir fyrir finnast á jörðu eða tungli, innihalda yfirleitt sömu hrá- efnin, þ.e. frumefni, sem voru til í geimnum, áður en sólkerfið mynd- aðist, en af frumefnum þessum hafa reikistjörnurnar í rauninni myndazt. Það, sem tunglvísindamennirnir fundu í tunglefnunum, var því ekki annars eðlis en jarðefnin, hvað teg- undir frumefna snerti, heldur hvað hlutföll frumefnanna snerti. Hlut- fall úrans miðað við potassium (kalí) reyndi'st t.d. vera fjórum sinnum hærra en í dæmigerðum jarðsteinum og fimmtán sinnum hærra en í loftsteinum. Samtals fundust 68 af rúmlega 100 þekktum frumefnum í steina- sýnishornum Apollo 11. Steinarnir líktust mjög bassaltsteinum, sem finnast á hafsbotni reikistjörnunnar, sem við búum á. Þeir innihéldu miklu minna sodium og furðulega miklu meira titanium. Því var eins farið með þá og jarðsteina, að þeir innihéldu lítið gull eða silfur. FÆTT í SÓLVINDINUM Efnainnihald tunglsteinanna veit- ir nú mikla hjálp til lausnar fjölda leyndardóma, sem maðurinn hefur lengi velt fyrir sér. Sá flóknasti þeirra snertir fæðingu sjálfs tungls- ins. Var það eitt sinn hluti af jörð- inni, eða myndaðist það sérstaklega, en af sams konar reginvöldum? Kenning Sir George Darwin, son- ar líffræðingsins Charles Darwins, um uppruna tunglsins hefur lengi verið við lýði. Hann kom fram með þá kenningu, að jörðin og tunglið hafi eitt sinn verið einn og sami hnötturinn og að hluti hafi rifnað úr þessum hnetti vegna aðdráttar- afls sólarinnar, meðan hann var enn mjúkur og teygjanlegur, og hafi þessi hluti síðan myndað tunglið. í augum flestra vísindamanna gerir hinn sérstæði munur á jarðgrjóti og tunglgrjóti kenningu Darwins vafa- sama. Á hinn bóginn virðist sú stað- reynd, að svo margt skuli vera líkt með grjótinu, gera þá tilkomumiklu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.