Úrval - 01.10.1970, Side 82

Úrval - 01.10.1970, Side 82
8Ö ÚRVAL af ánægju . . . og það gerði ég reyndar einnig. Þessi hæfileiki til þess að fórna þannig einhverju fyrir aðra er að verki, hvenær sem við erum reiðu- búin að deila með öðrum, að ganga til móts við aðra, að slá af eigin kröfum, t. d. að hleypa einhverjum fram fyrir okkur í biðröð eða veita einhverjum stað okkar í biðröð- inn, að standa upp fyrir ein- hverjum í lest eða að fara að dæmi eins aldraðs vinar míns og leggja ekki bíl á þægilegum stað við inn- gang risakjörbúðarinnar, þótt hann sé laus, svo að ung móðir með börn í eftirdragi og þungan poka í fang- inu þurfi ekki að ganga eins langa leið. Ég hef tamið mér annað tilbrigði þess „að deila og fórna“. Þegar ég er ósammála einhverjum, reyni ég nú að leita fyrir mér, þangað til ég finn eitthvert atriði, sem við get- um verið sammála um. Og ég legg eins mikla áherzlu á það og ég get, að ég sé á sama máli um þetta at- riði. Jafnvel þótt við verðum á mjög öndverðum meiði, hvað snert- ir önnur atriði síðar, þá verður þó ósamkomulagið ekki nærri eins óviðfelldið, ef við höfum þó orðið sammála um eitthvað í byrjun sam- talsins. Hvílík kraftaverk væri ekki hægt að gera á þessum erfiðu tím- um, ef það yrði að vana í viðræð- um um viðkvæm vandamál milli ungra og gamalla, svartra og hvítra, ofbeldisseggja og friðsamra borg- ara, að deiluefnin væru fyrst athug- uð og rædd af einlægni og á já- kvæðan hátt í þeim tilgangi að finna að minnsta kosti einhver atriði, sem báðir deiluaðilar gætu orðið sammála um! Hefur viðleitnin til þess að skilja, gefa og fórna alltaf jákvæðan ár- angur í för með sér? Varla. Við fyrstu viðleitni til slíks kann mað- ur að verða vandræðalegur og fara hjá sér. Einnig getur maður verið misskilinn og viðleitni manns af- þökkuð. Stundum verður maður að brjóta odd af oflæti sínu, þegar slíkar tilraunir eru gerðar. Nú, hvað gerir það til? Brátt lærist manni, hvernig á að gefa hluta af sjálfum sér auðveldlega og á smekklegan hátt. Hvert samfélag manna hefur líklega fyrst og fremst þörf fyrir það, að tilraun sé gerð til þess að þíða það. Þíðan mun hefjast, þegar nógu mörg okk- ar byrja að gefa hluta af okkur sjálfum. Og þá mun tortryggni, kaldhæðni og vanþakklæti fara úr tízku. Þegar ég er áhyggjufullur eða í leiðu skapi, hefur það geysilega góð áhrif á hugarástand mitt, ef ég geri tilraun til þess af ráðnum huga að gefa hluta af sjálfum mér. Ég á ekki við einhvers konar góðgerðar- starfsemi. Það á ekki að láta vinstri höndina vita, hvað sú hægri gerir. En ég álít, að sú ánægja, sem þetta færir manni, örvi blóðrásina og auki vellíðan manns. Þá verð ég meira vakandi og lifandi fyrir umhverfi mínu, og ég nýt á einhvern hátt betur lífsins umhverfis mig, lit- auðgis þess og fjölbreytni. En þessa gjöf ætti auðvitað að gefa án nokk- urrar hugsunar um laun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.