Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
ur eins og pínulítill gufuhamar.
Hún var augsýnilega alveg óð af
reiði. „Læmingjar,“ sagði leiðsögu-
maður okkar til skýringar. „1970
er læmingjaár.“
Vígahugurinn í þessum skepnum
olli okkur meiri undrunar en hinn
mikli fjöldi þeirra. Allir hafa heyrt
um offjölgun læmingjanna, sem á
sér stað á nokkurra ára fresti, og
einnig heyrt, að þeir kasti sér þá
fram af björgum í sjó niður í fjölda-
sjálfsmorðsæði, eða svo er að
minnsta kosti sagt. Vísindamenn
eru nú að rannsaka þetta fyrir-
brigði og að byrja að aðskilja stað-
reyndir og aldagamlar sögusagnir
í þessu efni. Þeir hafa fengið sér-
stakan áhuga á dýrum þessum með
hliðsjón af núverandi offjölgun
fólks í veröldinni. Nánari vitneskja
um læmingjana gæti ef til vill
hjálpað manninum til þess að forð-
ast svipaðan líffræðilegan harm-
leik.
Það eru til fimm tegundir læm-
ingja. Tvær tegundir, þar á meðal
sú algengasta, Lemmus, lemmus,
venjulega kölluð norski læming-
inn, finnast í Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og norðurhluta Rúss-
lands. Hinar þrjár eiga aðallega
heima norðan til í Grænlandi og
Norður-Ameríku. Læmingjar telj-
ast til hamstursfjölskyldunnar og
eru allir um 5 þumlungar á lengd,
mælt frá kömpum að rófubroddi.
Þeir vega tæpar fjórar únsur eða
aðeins um 110 grömm. Feldur þeirra
er brúnleitur í ýmsum blæbrigðum
og svartur. Fætur og rófa er hvort
tveggja stutt, og undir gljáandi,
þykkum feldinum er fitulag, sem
gerir þeim fært, ásamt loðnunni á
löppum þeirra, að þola hinn harða,
norræna vetur.
Hvarvetna sem læmingjar halda
sig, fjölgar þeim skyndilega mjög
mikið þriðja eða fjórða hvert ár. í
byrjun þessa offjölgunartímabils er
ekki mikið um læmingja, og eru
þeir hlédrægir og fara yfirleitt í
felur. Þeir eru jafnvel hræddir við
aðra læmingja. Þeir halda sig í hol-
um sínum, éta rætur og jurtaleifar
og sjást yfirleitt sjaldan.
Þeim fjölgar ekki ört í byrjun
þessa tímabils. En á öðru ári tíma-
bilsins fer þeim að fjölga sífellt ör-
ar, og á þriðja og fjórða ári þess
líkist hin öra fjölgun þeirra helzt
vélbyssuskothríð. Kvendýrin eru
næstum stöðugt þunguð. Þeir eru
orðnir kynþroska aðeins 25 daga
gamlir. Og þeir liggja ekki í dvala
að vetrinum og geta því aukið kyn
sitt jafnt vetur sem sumar. Þeir
ganga aðeins með í 21 dag og eiga
5—6 unga í einu. Því getur eitt par
verið búið að geta af sér 16000 af-
komendur á fjórða ári offjölgunar-
tímabilsins!
Það er einmitt í lok þessa tíma-
bils, að þetta feimna og hlédræga
nagdýr breytist í hina árásargjörnu
ófreskju, sem svo miklar sögur fara
af. Þrýstingurinn á umhverfið af
svo stórkostlegri fjölgun veldur
því, að milljónir læmingja yfirgefa
hin ofboðslegu þrengsli í æðislegri
leit að nýju lífsrúmi. Og í Noregi
verða læmingjarnir fljótt fórnardýr
hins sérstæða landslags. f þessu
landi hrikalesra, þröngra árdala,
sem tengjast öðrum, þröngum döl-
um og enda að síðustu í þröngum