Úrval - 01.10.1970, Side 60

Úrval - 01.10.1970, Side 60
58 ÚRVAL ur eins og pínulítill gufuhamar. Hún var augsýnilega alveg óð af reiði. „Læmingjar,“ sagði leiðsögu- maður okkar til skýringar. „1970 er læmingjaár.“ Vígahugurinn í þessum skepnum olli okkur meiri undrunar en hinn mikli fjöldi þeirra. Allir hafa heyrt um offjölgun læmingjanna, sem á sér stað á nokkurra ára fresti, og einnig heyrt, að þeir kasti sér þá fram af björgum í sjó niður í fjölda- sjálfsmorðsæði, eða svo er að minnsta kosti sagt. Vísindamenn eru nú að rannsaka þetta fyrir- brigði og að byrja að aðskilja stað- reyndir og aldagamlar sögusagnir í þessu efni. Þeir hafa fengið sér- stakan áhuga á dýrum þessum með hliðsjón af núverandi offjölgun fólks í veröldinni. Nánari vitneskja um læmingjana gæti ef til vill hjálpað manninum til þess að forð- ast svipaðan líffræðilegan harm- leik. Það eru til fimm tegundir læm- ingja. Tvær tegundir, þar á meðal sú algengasta, Lemmus, lemmus, venjulega kölluð norski læming- inn, finnast í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og norðurhluta Rúss- lands. Hinar þrjár eiga aðallega heima norðan til í Grænlandi og Norður-Ameríku. Læmingjar telj- ast til hamstursfjölskyldunnar og eru allir um 5 þumlungar á lengd, mælt frá kömpum að rófubroddi. Þeir vega tæpar fjórar únsur eða aðeins um 110 grömm. Feldur þeirra er brúnleitur í ýmsum blæbrigðum og svartur. Fætur og rófa er hvort tveggja stutt, og undir gljáandi, þykkum feldinum er fitulag, sem gerir þeim fært, ásamt loðnunni á löppum þeirra, að þola hinn harða, norræna vetur. Hvarvetna sem læmingjar halda sig, fjölgar þeim skyndilega mjög mikið þriðja eða fjórða hvert ár. í byrjun þessa offjölgunartímabils er ekki mikið um læmingja, og eru þeir hlédrægir og fara yfirleitt í felur. Þeir eru jafnvel hræddir við aðra læmingja. Þeir halda sig í hol- um sínum, éta rætur og jurtaleifar og sjást yfirleitt sjaldan. Þeim fjölgar ekki ört í byrjun þessa tímabils. En á öðru ári tíma- bilsins fer þeim að fjölga sífellt ör- ar, og á þriðja og fjórða ári þess líkist hin öra fjölgun þeirra helzt vélbyssuskothríð. Kvendýrin eru næstum stöðugt þunguð. Þeir eru orðnir kynþroska aðeins 25 daga gamlir. Og þeir liggja ekki í dvala að vetrinum og geta því aukið kyn sitt jafnt vetur sem sumar. Þeir ganga aðeins með í 21 dag og eiga 5—6 unga í einu. Því getur eitt par verið búið að geta af sér 16000 af- komendur á fjórða ári offjölgunar- tímabilsins! Það er einmitt í lok þessa tíma- bils, að þetta feimna og hlédræga nagdýr breytist í hina árásargjörnu ófreskju, sem svo miklar sögur fara af. Þrýstingurinn á umhverfið af svo stórkostlegri fjölgun veldur því, að milljónir læmingja yfirgefa hin ofboðslegu þrengsli í æðislegri leit að nýju lífsrúmi. Og í Noregi verða læmingjarnir fljótt fórnardýr hins sérstæða landslags. f þessu landi hrikalesra, þröngra árdala, sem tengjast öðrum, þröngum döl- um og enda að síðustu í þröngum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.