Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 20

Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL gistiprófessor við Yaleháskólann ár- ið 1968, létu 568 stúdentar skrá sig sem þátttakendur, sem er algert met innan háskólans fyrr og síðar. LEIKDÓMARI EÐA ÞÁTTTAKANDI? Margaret Mead er lágvaxin (að- eins 5 fet og 2 þumlungar), en þrekvaxin og er orðin 68 ára göm- ul. Það mætti halda, að þarna væri á ferðinni venjuleg húsmóðir úr Miðvesturríkjunum, sem hefði kannske farið í nokkra júdótíma á efri árum. Hár hennar er liðað og loftmikið, og hún er með ennistopp. Aðlaðandi andlit hennar er svo hrukkulaust, að það virðist ótrúlegt, að hún sé orðin þetta gömul. Hún talar með skemmtilegu hljómfalli. Hún er glæsileg á að líta, þar sem hún stendur á ræðupallinum, klædd flaksandi háskólaskikkju og með skrýtinn, brúnlakkaðan, enskan staf í hendi, sem hefur ekki venju- legt handfang, heldur er klofinn í annan endann. Staf þennan hefur hún alltaf haft með sér, síðan hún datt og ökklabraut sig fyrir áratug. Eigi manni að takast að skilja fyrirbrigðið „Margaret Mead“, kemur það að góðu gagni að gera sér grein fyrir því, hversu hratt þjóðfélagið breytist nú, og að það er einmitt þessi hraði sífelldra breytinga, sem hefur hleypt af stokkunum nýjum „boltaleik" fyrir mannkynið. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af slíkum „leik“. Og þar eð mannfræðin fjallar fyrst og fremst um menningarlega aðlögun manna, hefur mannfræðingurinn Margaret Mead gerzt þjóðfélagsleg- ur leikdómari í þessum leik, sem tilkynnir mörkin, um leið og þau eru gerð. Samtímis er hin vinsæla Margaret Mead áhrifamikill kynn- ir og þulur, sem veitir áheyrendum sínum og áhorfendum upplýsingar um hinar nýju, dularfullu leikregl- ur á máli, sem þeir geta skilið. Gagnrýnendur benda á, að kynn- irinn Margaret Mead afvegaleiði stundum leikdómarann Margaret Mead, þ. e. að hún hafi of mikinn áhuga á að hafa áhrif á rás at- burðanna, sem hún er að dæma um. Hún kynnir sér ekki aðeins allt, er snertir hið vaxandi bil milli kynslóðanna, heldur er hún virkur stuðningsmaður þess. Mead segir í varnarskyni, að sérhverjum góðum þjóðfélagsþegn beri skylda til þess að nota þekkingu sína til þess að betrumbæta þjóðfélagið. Flestir þeir, sem taka henni fram á sviði mannfræðinnar, dá hana sem persónu, en margir þeirra eru óánægðir með hið ruglingslega og stundum mótsagnakennda eðli og innihald skoðana þeirra, sem hún heldur fram. Hún er vissulega ekki fylgjandi því, að allar kenningar séu bundnar í kerfi. Hún reynir alls ekki að finna dæmi um óhagganlegt kerfi vissra tengsla í þjóðfélaginu og flokka þau síðan vísindalega, líkt og jurtir eða frumefni eru flokkuð. Hún aðhyllist á hinn bóg- inn þá tegund mannfræði, sem leggur áherzlu á „menningu og persónuleika“, en slíkir mannfræð- ingar grundvalla starf sitt og kenn- ingar á hinni sálfræðilegu þróun einstaklingsins með öllum hennar afbrigðum og undantekningum. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.