Úrval - 01.10.1970, Side 20
18
ÚRVAL
gistiprófessor við Yaleháskólann ár-
ið 1968, létu 568 stúdentar skrá sig
sem þátttakendur, sem er algert
met innan háskólans fyrr og síðar.
LEIKDÓMARI EÐA
ÞÁTTTAKANDI?
Margaret Mead er lágvaxin (að-
eins 5 fet og 2 þumlungar), en
þrekvaxin og er orðin 68 ára göm-
ul. Það mætti halda, að þarna væri
á ferðinni venjuleg húsmóðir úr
Miðvesturríkjunum, sem hefði
kannske farið í nokkra júdótíma á
efri árum. Hár hennar er liðað og
loftmikið, og hún er með ennistopp.
Aðlaðandi andlit hennar er svo
hrukkulaust, að það virðist ótrúlegt,
að hún sé orðin þetta gömul. Hún
talar með skemmtilegu hljómfalli.
Hún er glæsileg á að líta, þar sem
hún stendur á ræðupallinum, klædd
flaksandi háskólaskikkju og með
skrýtinn, brúnlakkaðan, enskan
staf í hendi, sem hefur ekki venju-
legt handfang, heldur er klofinn í
annan endann. Staf þennan hefur
hún alltaf haft með sér, síðan hún
datt og ökklabraut sig fyrir áratug.
Eigi manni að takast að skilja
fyrirbrigðið „Margaret Mead“,
kemur það að góðu gagni að gera
sér grein fyrir því, hversu hratt
þjóðfélagið breytist nú, og að það
er einmitt þessi hraði sífelldra
breytinga, sem hefur hleypt af
stokkunum nýjum „boltaleik" fyrir
mannkynið. Fólk hefur auðvitað
áhyggjur af slíkum „leik“. Og þar
eð mannfræðin fjallar fyrst og
fremst um menningarlega aðlögun
manna, hefur mannfræðingurinn
Margaret Mead gerzt þjóðfélagsleg-
ur leikdómari í þessum leik, sem
tilkynnir mörkin, um leið og þau
eru gerð. Samtímis er hin vinsæla
Margaret Mead áhrifamikill kynn-
ir og þulur, sem veitir áheyrendum
sínum og áhorfendum upplýsingar
um hinar nýju, dularfullu leikregl-
ur á máli, sem þeir geta skilið.
Gagnrýnendur benda á, að kynn-
irinn Margaret Mead afvegaleiði
stundum leikdómarann Margaret
Mead, þ. e. að hún hafi of mikinn
áhuga á að hafa áhrif á rás at-
burðanna, sem hún er að dæma
um. Hún kynnir sér ekki aðeins
allt, er snertir hið vaxandi bil milli
kynslóðanna, heldur er hún virkur
stuðningsmaður þess. Mead segir í
varnarskyni, að sérhverjum góðum
þjóðfélagsþegn beri skylda til þess
að nota þekkingu sína til þess að
betrumbæta þjóðfélagið.
Flestir þeir, sem taka henni fram
á sviði mannfræðinnar, dá hana
sem persónu, en margir þeirra eru
óánægðir með hið ruglingslega og
stundum mótsagnakennda eðli og
innihald skoðana þeirra, sem hún
heldur fram. Hún er vissulega ekki
fylgjandi því, að allar kenningar
séu bundnar í kerfi. Hún reynir alls
ekki að finna dæmi um óhagganlegt
kerfi vissra tengsla í þjóðfélaginu
og flokka þau síðan vísindalega,
líkt og jurtir eða frumefni eru
flokkuð. Hún aðhyllist á hinn bóg-
inn þá tegund mannfræði, sem
leggur áherzlu á „menningu og
persónuleika“, en slíkir mannfræð-
ingar grundvalla starf sitt og kenn-
ingar á hinni sálfræðilegu þróun
einstaklingsins með öllum hennar
afbrigðum og undantekningum. Á