Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 69
HVERNIG FORÐAST BER SKAÐLEGA STREITU
67
finningalegri streitu, tekur líkam-
inn til sín fitu frá fitubirgðum lík-
amans. Sú fita fer út í blóðið og
sezt innan á slagæðaveggi. Það er
mjög líklegt, að hið sama gerist í
líkama mannsins við sömu aðstæð-
ur og að þannig skapist aðstæður
fyrir hina banvænustu sjúkdóma,
svo sem æðakölkun og kransæða-
sjúkdóma.
Það er ekki auðvelt að stjórna
tilfinningunum og hafa algert vald
á þeim. Og slíkt er erfiðara fyrir
suma en aðra. Sumir sýna þannig
viðbrögð gagnvart sífelldu jagi
makans eða fjandsamlegri afstöðu
húsbóndans, að þeir fá magasár.
Aðrir láta slíkar árásir ekkert á
sig fá. En sá, sem getur ekki varp-
að slíku frá sér, en finnur, að hon-
um hverfur þetta varla úr minni,
ætti að taka eitthvað til bragðs sér
til bjargar. Það kann að verða hag-
kvæmara að finna nýtt starf eða
hæfan hjónabandsráðgjafa en að
hætta á að verða alvarlega veikur,
jafnvel svo að maður verði óstarf-
hæfur.
En hver svo sem hin endanlega
lausn verður, ætti að hafa eina
reglu í minni og fara eftir henni:
Farðu ekki að hátta, meðan þú ert
enn í tilfinningalegu uppnámi með
þeim afleiðingum, að þér kemur
varla dúr á auga og þú verður orð-
inn örmagna, þegar þú ferð á fætur
næsta morgun. Kannske er einhver
líkamleg hreyfing bezta læknisráð-
ið, hvað þetta snertir. Löng, rösk-
leg ganga, sem framkallar líkam-
lega þreytu, getur valdið nægilegri
þreytu til þess, að hún ryðji burt
öllum hugsunum, sem valda óró.
Spurning: Getur leiðindakennd
valdið streitu?
Svar: Já, í rauninni er leiðinda-
kenndin ein algengasta orsök
streitu. Gott dæmi um slíkt er tíma-
bilið í lífi miðaldra kvenna, fyrst
eftir að þær hætta að hafa tíðir.
Börn konunnar eru uppkomin og
flogin burt. Henni finnst hún vera
gagnslaus og að enginn hafi þörf
fyrir hana né kæri sig um hana.
Þótt hún hafi ef til vill verið heilsu-
hraust alla ævi, fer hún nú að verða
stöðugur gestur hjá heimilislæknin-
um, vegna þess að henni líður ekki
vel. Hann getur samt ekki fundið,
að það gangi neitt að henni. En það
gengur samt eitthvað að henni. Og
hið sama gildir t. d. um kaupsýslu-
menn, sem hætta störfum og setj-
ast í helgan stein.
Bezta vörnin gegn slíkri streitu
er að byrja á því að rækta með sér
áhuga á ýmsu og eignast einhver
áhugamál snemma á lífsleiðinni,
hvort sem slíkt eru ritstörf, málun,
smíðar, prjónaskapur eða eitthvað
annað. Það er ólíklegt, að þeim
Eisenhower og Churchill hafi leiðzt
einn einasta dag á efri árum. Þeir
höfðu ritstörfin og málverkin til
þess að una sér við alla daga.
Spurning: Hversu alvarleg er
streita sú, sem umhverfið veldur?
Svar: Mjög alvarleg og sívax-
andi. Þegar fólk neyðist til þess að
búa við sífelldan hávaða, getur
slíkt valdið mikilli aukningu á
nýrnahettnavaka, sem veldur
streitu. f rannsóknarstofum okkar
kom það t. d. fram, að sífellt flaut
neyðarflautu reyndist nægilegt til
þess að drepa rottur. Því finnst mér