Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 30
28
ÚRVAL
Svona er lífið
í heimsstyrjöldinni síðari var
mikið um svartan markað í Belgíu,
eins og raunar flestum Evrópu-
löndum. Sú saga er sögð af gam-
alli konu í Bruxelles, að hún fór
með járnbrautarlest til Esneux og
þrammaði þaðan 22 mílna leið til
þess að festa kaup á einu kílói af
smjöri fyrir okurverð á svörtum
markaði. Síðan gekk hún aftur til
Esneux, var þar um nóttina og fór
daginn eftir með lest heim til Brux-
elles. Þegar heim kom hneig konan
niður af þreytu, enda var hún þá
orðin dauðuppgefin og meðal ann-
ars svo illa útleikin á fótum, að
neglurnar duttu af tánum á henni.
Læknir var sóttur í dauðans of-
boði og fyrirskipaði hann, að fæt-
ur konunnar skyldu smurðir með
feiti hið bráðasta. Engin feiti var
fáanleg í höfuðborg Belgíu og varð
því að smyrja fætur konunnar með
smjörinu, sem hún hafði sótt með
miklum erfiðismunum um langan
veg!
Það gerist margt á sjúkrahúsum
eins og eftirfarandi frásögn sýnir,
en hún birtist í Readers Digest
fyrir nokkru og var fangamark
sendandans K.M.:
Það var ekki hægt að segja, að
þessi uppskurður, sem ég gekk
undir, væri sérlega hættulegur. En
daginn eftir uppgötvaði ég, að ég
hafði fengið tvo marbletti, annan
á lærið og hinn á öxlina. Ég spurði
hjúkrunarkonuna, hvernig þetta
hefði viljað til og fékk ég þetta
svar:
„Uppskurðarborðið er mjög lítið
og þegar allir kandídatarnir standa
umhverfis það, verða nokkrir að
styðja olnboganum á sjúklinginn
til þess að sjá hverju fram vindur.
En þér hafið aðeins tvo marbletti.
Þér megið sannarlega kallast hepp-
inn.“
-—o—
Skömmu eftir að Búastríðinu
lauk, var enskur ræðumaður að
vekja áhuga áheyrenda sinna á
Suður-Afríku. Honum mæltist eitt-
hvað á þessa leið:
„Suður-Afríka er ágæt. Þar vant-
ar ekkert nema betri ibúa og meira
drykkjarvatn."
I sama bili gall við í einum áheyr-
andanum:
„Það er nú líka það eina, sem
vantar í helvíti.“
—o—
Ung stúlka í Bremen í Þýzka-
landi ætlaði fyrir nokkrum árum að
fá sér ný og falleg nærföt. Fór hún
því í verzlun, sem seldi m. a. vörur
frá Setuliðum hernámsliðanna.
Varla hafði hún mátað nærfötin og
bundið öll bönd og fest allar smell-
ur en hún fór að skellihlæja. Á
nærbuxunum stóð nefnilega: „Telj-
ið upp á tíu, áður en þér losið snúr-
una.“ Afgreiðslustúlkan roðnaði og
sagði, að nærfötin hefðu verið
saumuð úr gömlu fallhlífarsilki.