Úrval - 01.10.1970, Side 30

Úrval - 01.10.1970, Side 30
28 ÚRVAL Svona er lífið í heimsstyrjöldinni síðari var mikið um svartan markað í Belgíu, eins og raunar flestum Evrópu- löndum. Sú saga er sögð af gam- alli konu í Bruxelles, að hún fór með járnbrautarlest til Esneux og þrammaði þaðan 22 mílna leið til þess að festa kaup á einu kílói af smjöri fyrir okurverð á svörtum markaði. Síðan gekk hún aftur til Esneux, var þar um nóttina og fór daginn eftir með lest heim til Brux- elles. Þegar heim kom hneig konan niður af þreytu, enda var hún þá orðin dauðuppgefin og meðal ann- ars svo illa útleikin á fótum, að neglurnar duttu af tánum á henni. Læknir var sóttur í dauðans of- boði og fyrirskipaði hann, að fæt- ur konunnar skyldu smurðir með feiti hið bráðasta. Engin feiti var fáanleg í höfuðborg Belgíu og varð því að smyrja fætur konunnar með smjörinu, sem hún hafði sótt með miklum erfiðismunum um langan veg! Það gerist margt á sjúkrahúsum eins og eftirfarandi frásögn sýnir, en hún birtist í Readers Digest fyrir nokkru og var fangamark sendandans K.M.: Það var ekki hægt að segja, að þessi uppskurður, sem ég gekk undir, væri sérlega hættulegur. En daginn eftir uppgötvaði ég, að ég hafði fengið tvo marbletti, annan á lærið og hinn á öxlina. Ég spurði hjúkrunarkonuna, hvernig þetta hefði viljað til og fékk ég þetta svar: „Uppskurðarborðið er mjög lítið og þegar allir kandídatarnir standa umhverfis það, verða nokkrir að styðja olnboganum á sjúklinginn til þess að sjá hverju fram vindur. En þér hafið aðeins tvo marbletti. Þér megið sannarlega kallast hepp- inn.“ -—o— Skömmu eftir að Búastríðinu lauk, var enskur ræðumaður að vekja áhuga áheyrenda sinna á Suður-Afríku. Honum mæltist eitt- hvað á þessa leið: „Suður-Afríka er ágæt. Þar vant- ar ekkert nema betri ibúa og meira drykkjarvatn." I sama bili gall við í einum áheyr- andanum: „Það er nú líka það eina, sem vantar í helvíti.“ —o— Ung stúlka í Bremen í Þýzka- landi ætlaði fyrir nokkrum árum að fá sér ný og falleg nærföt. Fór hún því í verzlun, sem seldi m. a. vörur frá Setuliðum hernámsliðanna. Varla hafði hún mátað nærfötin og bundið öll bönd og fest allar smell- ur en hún fór að skellihlæja. Á nærbuxunum stóð nefnilega: „Telj- ið upp á tíu, áður en þér losið snúr- una.“ Afgreiðslustúlkan roðnaði og sagði, að nærfötin hefðu verið saumuð úr gömlu fallhlífarsilki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.