Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
kyrrðarinnar sker sig mjög úr grjót-
inu frá hásléttunum og fjöllunum
umhverfis Haf kyrrðarinnar, því að
grjót þaðan er ljósara að lit og inni-
heldur ekki eins mikið af þessum
þungu málmum. (Vísindamönnum
er þegar kunnugt um efnainnihald
þess grjóts, sem fékkst í ferð hins
mannlausa Kannaðar VII, sem lenti
á tunglinu rúmu ári á undan geim-
förum Apollo 11.). Hið dökka og
ljósa grjót fellur nefnilega saman
eins og hlutar „púsluspils“ og mynd-
ar mynstur, sem líkist mjög mann-
legu andliti, þ.e. „karlinum í tungl-
inu.
Með efnafræðitilraunum sínum og
prófunum hefur vísindamönnum
einnig tekizt að mynda fremur þýð-
ingarmiklar kenningar um jarð-
fræðilega byggingu tunglsins. Ein
af þessum kenningum er sú, að
tunglið sé ekki aðeins einn samvax-
inn griótklumpur sams konar efnis,
heldur hafi það ef íil vill yfirhorðs-
skorpu eins og jörðin. Þéttleiki
steinanna á hásléttunni og í fjöll-
unum kann að vera minni en þétt-
leiki tunglsins í heild, sem gæti þá
verið sönnunargagn um, að slík
kenning væri á rökum reist. Vís-
indamenn segja, að slíkt mundi
benda til, að allstór hluti tunglsins
hafi verið í bráðnu ásigkomulagi
snemma á ferli þess og að hin létt-
ari efni kunni að hafa risið upp á
yfirborðið og myndað þannig tungl-
skorpu.
Jarðfræðingar hafa orðið varir
við, að helztu málmefni þau, sem
mynda grjót, eru hin sömu í tungl-
grjótinu og finnast í eldkynjuðum
steinum á jörðu (til dæmis pyrox-
ene, olivene og feldspar (mána-
steinn)), og að þau hafa líklega
myndazt við ýmsar svipaðar þró-
unaraðstæður og fyrir hendi hafa
verið hér á jörðu, jafnvel líklega á
sama tíma. En málmfræðingarnir
hafa líka fundið í tunglgrjótinu
furðuleg málmefni, sem menn hafa
aldrei augum litið fyrr. Ástæðan
fyrir því, að þau eru ólík öllum öðr-
um efnum hér á jörðu, er að nokkru
leyti sá súrefnisskortur, sem fyrir
hendi var, þegar þau mynduðust.
Ef til vill hefur aldur tunglgrjóts-
ins samt valdið mestri athygli og
æsingu meðal vísindamannanna.
Vísindamenn hafa reiknað það út,
að aldur jarðarinnar sé um 4,6 billj-
ón ár, en samt eru elztu steinar, sem
fundizt hafa hér á jörðu, aðeins 3,5
billjón ára gamlir. Vísindamenn
segja, að hin jarðfræðilega og líf-
fræðilega ringulreið, sem í fyrstu
ríkti hér á jörðu, hafi algerlega
þurrkað út öll merki um fyrstu
billjón ár jarðarinnar. Tunglið hef-
ur ekkert gufuhvolf og ekkert vatn,
og því hefur það ekki orðið fyrir
þessum stöðuga uppblæstri, jarð-
vegseyðingu og umbyltingu. Því
vonuðu vísindamennirnir, að innan
um tunglgrjótið, sem barst til jarð-
ar með Appolo, yrði að finna eitt-
hvað af miög fornum steinum.
Og einn af steinunum er einmitt
af því taginu. Meðalaldur steinana
úr tveim fyrstu Appoloferðunum
hefur reynzt vera frá 3,3—3,7 billj-
ón ár. En steinn einn, sem er á stærð
við sítrónu, virðist vera 4,6 billjón
ára gamall, og hefur þetta vakið
gífurlega athygli. Er álitið, að hann