Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
cent á klukkustund og fá nú í fyrsta
skipti á ævinni greidd sumarleyfi
og vinnuréttindi miðuð við lengd
starfstíma, sem tryggja þeim stöð-
uga vinnu.
En annars staðar ríkir alger deyfð
í skipulagsmálum verkalýðsfélaga.
Þegar verkamennirnir heimta, að
atvinnuveitandinn viðurkenni
verkalýðsfélagið, sem þeir eru í, og
taxta þess og hætta vinnu á ökrun-
um kröfum sínum til stuðnings, er
komið nóg af mexíkönsku verka-
fólki í staðinn næsta dag, bæði því,
sem komið hefur löglega yfir landa-
mærin með sín grænu kort, og
,,blautbökum“, sem hafa smyglað
sér yfir landamærin .Atvinnuveit-
andinn sækir þá í langferðabílum
eða jafnvel flugvélum. Það stríðir
gegn lögunum að nota Mexíkanana
með grænu kortin sem verkfalls-
brjóta, en það er gerð lítil sem eng-
in tilraun til þess að framfylgja
þeim lögum.
Skapar samkeppni þessa aðkomna
mexíkanska verkafólks auknar op-
inberar framfærslubyrðir, og í hve
ríkum mæli? Enginn getur reiknað
sb'kt nákvæmlega út. En nefnd sú,
sem útvegar fólki í sveitahéruðum
Kaliforníu lögfræðilega aðstoð,
áætlar, að „blautbakar“, sem starfa
í 25 sveitahéruðum í Kaliforníu,
hafi unnið sér inn um 200 milljónir
dollara í fyrra. Þetta er beint tap
fyrir fátæklinga fylkisins. Nefndin
skýrir frá því, að framfærslustyrk-
ir til fjölskyldna landbúnaðarverka-
manna á svæðum þessum hafi num-
ið um 13 milbón dollurum í
fyrra. f einni skrifstofu Þjóðfélags-
þjónustudeildarinnar í Austur-Los
Angeles tilkynnti Lee Perez fram-
kvæmdastjóri mér, að framfærslu-
kostnaðarátælun Los Angeleshrepps,
sem hækkaði um 23% árið 1969,
mundi enn hækka um 40% í ár,
þ. e. 73% hækkun á tveim árum.
„Auðvitað sækja „blautbakarnir"
ekki um opinberan framfærslu-
styrk,“ sagði Perez. „Þeir mega ekki
hætta á, að þeir finnist. En þeir
taka atvinnuna frá heimilisföstu
fólki, sem verður svo að sækja um
slíkan styrk.“ Þeir gera það einnig
að verkum, áð bandariskir landbún-
aðarverkamenn af mexíkönskum
ættum með full borgararéttindi
flytja úr sveitunum í borgirnar og
neyðast þá oft til að sækja um
framfærslustyrk, höfðu fjórir flutzt
sannanir fyrir þessum staðhæfing-
um rétt fyrir utan skrifstofu Per-
ez. Af níu mönnum, sem biðu þar
þess að geta sótt um opinberan
framfærslustyrk ,höfðu fjórir flutzt
til borgarinnar, vegna þess að þeir
gátu ekki lengur séð fjölskyldum
sínum farborða í sveitunum.
ÞESSA ÞRÓUN VERÐUR
AÐ STÖÐVA
Hvers vegna beitum við ekki inn-
flytjendalögunum? Eisenhower for-
seti sýndi fram á, hvað hægt væri
að gera, þegar flóðbylgja „blaut-
baka“ olli alvarlegum þjóðfélags-
legum, heilbrigðis- og lögreglu-
vandamálum við mexíkönsku landa-
mærin árið 1954. Við framkvæmd
..Blautbakaáætlunarinnar" var 875
þúsund mexíkönskum borgurum,
sem komið höfðu til Bandaríkjanna
á ólöglegan hátt, smalað saman og
þeim síðan vísað úr landi. Sumir