Úrval - 01.10.1970, Side 71
HVERNIG FORÐAST BER SKAÐLEGA STREITU
69
má segja um vinnuna. Metnaðar-
gjarnt fólk, sem slakar aldrei á í
því efni, verður að algerum vinnu-
þrælum. Og streitan, sem slíkt hef-
ur í för með sér, getur valdið al-
gerum vandamálum. Eintóm vinna
og enginn leikur gerir hann Nonna
ekki aðeins að leiðinlegum dreng,
eins og málshátturinn segir, heldur
að dauðum dreng. Það er ekki þar
með sagt, að fólk ætti að forðast
erfiða eða mikla vinnu, heldur er
aðeins verið að stinga upp á því,
að vinnuþrællinn ætti að taka frá
svolítinn tíma til skemmtunar og
hvíldar. Slíkt getur reynzt bezta
líftryggingin.
Að lokum vil ég taka þetta fram:
Sé manns freistað til þess að hefja
óþægilegar deilur, ætti maður allt-
af að spyrja sjálfan sig þessarar
spurningar: Eru þær þess virði?
Lykilinn að svarinu er að finna í
eftirfarandi heilræði, sem ég held,
að hafi að geyma heildarlífsskoðun
mína:
Þú skalt alltaf stefna að hinu
æðsta marki, sem þú getur hugs-
anlega náð, en þú skalt aldrei
sýna gagnslausa mótstöðu.
Ég á 16 ára bróður, sem er mjög feiminn. Loks iherti hann upp hug-
ann og ákvað að bjóða stelpu með sér í boð. Hann lokaði að sér 1 leik-
herberginu, meðan hann hringdi, svo að forvitnar systur hans yrðu
einskis vísari. Eftir langa stund heyrðum við, að hann hrópaði: „Bravó!“
Við ruddumst að honum, strax og 'hann opnaði hurðina, og spurðum:
„Ætlar hún með þér?“
„Nei,“ svaraði hann himinlifandi, „Iþað var á tali hjá henni.“
Joyce D. Morgan.
Stelpa var að masa við eldri bróður sinn: „Veiztu það, Teddy," spurði
hún, ,,að það er búið að bjóða mér i fyrsta stráka- og stelpuboðið!"
„Er það?“ svaraði stóri bróðir. „Og hvort ætlarðu sem strákur eða
stelpa?"
Patricia Cunnally.
E’inihver snillingur hefur stungið upp á því, að næsta bók um tak-
mörkun barneigna ætt.i að bera nafnið: Hvernig reyna skal án þess að
láta sér takast það.
Atburður einn, sem gerðist nýlega í suðurhluta Lundúna er dæmi-
gerður fyrir erfiðleika borgarbúans, sem býr í skýjakljúf, umiuktur múr-
steinum og steinsteypu og sivaxandi umferð eins og dýr í búri. Lög-
regluþjónn einn sá mann uppi á einhverjum palli í 40 feta hæð. Hann
spurði manninn að því, hvers vegna hann hefði klöngrazt þangað upp.
Maðurinn svaraði bara: „Æ, það er ekkert almennilegt í sjónvarpinu."
Cranville Wilson.