Úrval - 01.10.1970, Side 69

Úrval - 01.10.1970, Side 69
HVERNIG FORÐAST BER SKAÐLEGA STREITU 67 finningalegri streitu, tekur líkam- inn til sín fitu frá fitubirgðum lík- amans. Sú fita fer út í blóðið og sezt innan á slagæðaveggi. Það er mjög líklegt, að hið sama gerist í líkama mannsins við sömu aðstæð- ur og að þannig skapist aðstæður fyrir hina banvænustu sjúkdóma, svo sem æðakölkun og kransæða- sjúkdóma. Það er ekki auðvelt að stjórna tilfinningunum og hafa algert vald á þeim. Og slíkt er erfiðara fyrir suma en aðra. Sumir sýna þannig viðbrögð gagnvart sífelldu jagi makans eða fjandsamlegri afstöðu húsbóndans, að þeir fá magasár. Aðrir láta slíkar árásir ekkert á sig fá. En sá, sem getur ekki varp- að slíku frá sér, en finnur, að hon- um hverfur þetta varla úr minni, ætti að taka eitthvað til bragðs sér til bjargar. Það kann að verða hag- kvæmara að finna nýtt starf eða hæfan hjónabandsráðgjafa en að hætta á að verða alvarlega veikur, jafnvel svo að maður verði óstarf- hæfur. En hver svo sem hin endanlega lausn verður, ætti að hafa eina reglu í minni og fara eftir henni: Farðu ekki að hátta, meðan þú ert enn í tilfinningalegu uppnámi með þeim afleiðingum, að þér kemur varla dúr á auga og þú verður orð- inn örmagna, þegar þú ferð á fætur næsta morgun. Kannske er einhver líkamleg hreyfing bezta læknisráð- ið, hvað þetta snertir. Löng, rösk- leg ganga, sem framkallar líkam- lega þreytu, getur valdið nægilegri þreytu til þess, að hún ryðji burt öllum hugsunum, sem valda óró. Spurning: Getur leiðindakennd valdið streitu? Svar: Já, í rauninni er leiðinda- kenndin ein algengasta orsök streitu. Gott dæmi um slíkt er tíma- bilið í lífi miðaldra kvenna, fyrst eftir að þær hætta að hafa tíðir. Börn konunnar eru uppkomin og flogin burt. Henni finnst hún vera gagnslaus og að enginn hafi þörf fyrir hana né kæri sig um hana. Þótt hún hafi ef til vill verið heilsu- hraust alla ævi, fer hún nú að verða stöðugur gestur hjá heimilislæknin- um, vegna þess að henni líður ekki vel. Hann getur samt ekki fundið, að það gangi neitt að henni. En það gengur samt eitthvað að henni. Og hið sama gildir t. d. um kaupsýslu- menn, sem hætta störfum og setj- ast í helgan stein. Bezta vörnin gegn slíkri streitu er að byrja á því að rækta með sér áhuga á ýmsu og eignast einhver áhugamál snemma á lífsleiðinni, hvort sem slíkt eru ritstörf, málun, smíðar, prjónaskapur eða eitthvað annað. Það er ólíklegt, að þeim Eisenhower og Churchill hafi leiðzt einn einasta dag á efri árum. Þeir höfðu ritstörfin og málverkin til þess að una sér við alla daga. Spurning: Hversu alvarleg er streita sú, sem umhverfið veldur? Svar: Mjög alvarleg og sívax- andi. Þegar fólk neyðist til þess að búa við sífelldan hávaða, getur slíkt valdið mikilli aukningu á nýrnahettnavaka, sem veldur streitu. f rannsóknarstofum okkar kom það t. d. fram, að sífellt flaut neyðarflautu reyndist nægilegt til þess að drepa rottur. Því finnst mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.