Úrval - 01.10.1970, Page 7
5
Ml—WH——BM—BMBEMPMWHWgH—H——BB——B—ætM
— Tilfinningin fyrir afbrotunum
er komin svo í blóðið í mér, að ég
set alltaf upp hanzka, þegar ég
sezt við ritvélina. Það dugar jú
ekki að skilja eftir sig fingraför.
Nokkrum árum síðar kom út
ævisaga Simenons í Bandaríkjun-
um. Þar er því haldið fram, að
Simenon hafi alltaf hanzka, þegar
hann skrifi á ritvél sína.
FRANSKA SKÁLDIÐ Voltaire var
eitt sinn viðstaddur æfingu á einu
af leikritum sínum og veitti því þá
athygli, að einn leikaranna hafði
sofnað.
Sárgramur hristi Voltaire leikar-
ann svo hann vaknaði og mælti um
leið:
— Haldið þér, að þér séuð einn
af áhorfendum eða hvað?
FRANSKA SKÁLD J ÖFURINN
Victor Hugo langaði eitt sinn til að
frétta um sölu á nýútkominni bók
eftir sig. Hann skrifaði útgefanda
sínum þess vegna, en af því að
skáldið var afskaplega önnum kaf-
ið, hafði það bréfið ekki lengra en
þetta:
— ? Victor Hugo.
Útgefandinn, sem var alveg í sjö-
unda himni yfir sölu bókarinnar,
sendi um hæl eftirfarandi svar-
bréf: — !
GROVER CLEVELAND Banda-
ríkjaforseti leigði prófessor einum
íbúðarhús sitt í Princeton, New
Jersey.
Dag einn kvartaði leigjandinn yf-
ir því, að vatn væri í kjallara húss-
ins.
— Nú, hvað hélduð þér að væri
þar? spurði forsetinn. — Bjuggust
þér kannski við, að þar flyti allt í
kampavíni?
ÞEGAR PÍANÓSNILLINGURINN
Arthur Rubenstein kom til Kaup-
mannahafnar fyrir nokkrum árum,
sagði hann frá spaugilegu atviki,
sem kom fyrir, er hann hélt tón-
leika í litlum bandarískum bæ.
Það var uppselt og aðalverkið
á dagskránni var Kreisler-sónatan,
en í því verki eru nokkrar þagnir.
í fyrstu þögninni heyrði hann
hörkulega konurödd segja hátt og
skýrt niðri í salnum:
— Mér finnst nú, að hann hefði
getað spilað eitthvað, sem hann
kann!
OG FYRST VIÐ HÖFUM minnzt
á stórmenni úr heimi tónlistarinnar,
skulum við láta fljóta með söguna
af því, þegar tónskáldin Stravinski
og Gershwin hittust í fyrsta sinn.
Það var í París árið 1928.
— Hvað munduð þér taka mikið
fyrir að kenna mér hljómsveitar-
stjórn í nokkra tíma? spurði Ger-
shwin.
— Hvað hafið þér miklar tekj-
ur? spurði Stravinski á móti.
- Um 100.000 dollara á ári.
Stravinski þagnaði andartak, en
sagði síðan:
— Ég held, að það væri réttara,
að þér kennduð mér.