Úrval - 01.10.1970, Page 109

Úrval - 01.10.1970, Page 109
KGB — SVOLUHREIÐRIÐ 107 honum í bakspeglinum, sá, að hann gróf andlitið í höndum sér. í svöluhreiðrinu ríkti nú svipað andrúmsloft og í búningsherbergi knattspyrnuliðs, sem er nýbúið að vinna heimsmeistaratitilinn. Kampa- vínið streymdi í glösin og skvettist jafnvel á gólfið, og þeir Kunavin og Misha óskuðu hvor öðrum og Loru til hamingju með sigurinn. Þeir skellihlógu og settu síðan allt sam- an á svið fyrir hina KGB-njósnar- ana, sem þyrptust að víðs vegar úr húsinu og utan af götunni, þar sem þeir höfðu verið á verði. Gribanov slóst sem snöggvast í hópinn og tók þátt í gleði hinna. ,,Lora, mig langar líka til bess að óska þér til hamingju,“ sagði hann í einlægni. „Þú varst blátt áfram al- veg fullkomin." Lora benti á ótal marbletti, sem voru nú sem óðast að koma fram víðs vegar á líkama hennar, og sagði við Kunavin með illskusvip: „Líttu bara á, hvernig þú fórst með mig!“ „Mér þykir þetta leitt“, sagði hann afsökunarrómi. „Þetta varð að ger- ast. Taktu þér nú nokkurra ' daga frí og hvíldu þig í rúminu.“ „En hvað um herbergið mitt?“ spurði hún. „Fæ ég herbergið, sem mér hafði verið lofað?“ „Já, Lora, þú færð herbergið þitt.“ „ÉG STÆÐI í ÞAKKARSKULD VIÐ ÞIG“ Klukkan nákvæmlega 8 þetta sama kvöld knúði Dejean dyra á sumarhúsi Serovs, þar sem maður sá, sem þrem stundum áður hafði stjórnað árásinni á hann og látið berja hann og niðurlægja, tók nú á móti honum í hlutverki húsbónda, sem býður gest sinn innilega vel- kominn. Nokkrum dögum áður hafði Gribanov skipulagt kvöldverðarboð í hlutverki sínu sem Gorbunov, og átti boð það að verða haldið strax eftir að sendiherrann hafði verið barinn og niðurlægður. KGB vildi þannig veita Dejean tækifæri til þess að leita þeirrar hjálpar, sem hann þarfnaðist nú svo sárt. Meðan á borðhaldinu og konjaks- drykkjunni stóð, gaf sendiherrann ekki til kynna á nokkurn hátt, hvað á undan var gengið, þótt hann verkjaði enn í líkamann eftir með- ferðina. En síðar um kvöldið dró hann Gribanov afsíðis og mælti loks þau orð, sem KGB-menn höfðu von- azt til, að hann mundi mæla eftir allt það undirbúningsstarf, sem þeir höfðu orðið að inna af höndum: „Ég er í anzi miklum vandræðum. Ég þarfnast hjálpar yðar ...“ Og síðan skýrði hann satt og rétt frá sam- bandi sínu við Loru og öllu því, sem gerzt hafði heima í íbúð hennar fyr- ir nokkrum klukkustundum. „Þetta er ákaflega alvarlegt mál,“ sagði Gribanov. „Eiginmaðurinn hefur lögin sín megin. Fari hann með málið fyrir dómstólana, gæti hann gert þetta að miklu hneykslis- máli.“ „Ég stæði í þakkarskuld við yður, ef þér gætuð gert eitthvað í mál- inu,“ sagði Dejean. „Ég skal gera allt, sem ég get,“ svaraði Gribanov. „En herra sendi- herra, ég verð að vera hreinskilinn. Ég er ekki viss um, að okkur muni takast að þagga þetta niður.“ Gribanov lék sér að Dejean næstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.