Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 81

Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 81
REYNDU AÐ GEFA HLUTA AF SJÁLFUM ÞÉR 79 til þess að nota hæfni sína og þjálf- un sem prentari til þess að prýða bæinn. Á síðustu árum hefur hið ágæta orð „empathy" komizt í almenna notkun. Það þýðir „að skynja og skilja tilfinningar og þarfir ann- arra, að setja sjálfan sig í fótspor annarra.“ Sem dæmi um slíkan hæfileika manna mætti nefna at- burð, sem gerðist í bænum okkar. Við mikla umferðargötu bjó öldruð kona, sem lá fyrir dauðanum. Og í hvert skipti sem þungur vörubíll fór yfir bungu á götunni fyrir utan húsið hennar, hristi titringurinn rúmið, sem hún lá í, og olli henni miklum þjáningum. Ég hringdi strax í forstjóra gatnagerðardeild- arinnar, þegar ég heyrði um þessar slæmu aðstæður hennar, og út- skýrði þetta fyrir honum. Og fyrir kvöldið hafði vinnuflokkur jafnað þessa bungu. Það var ekki aðeins sjúklingnum sem létti við þessa framkvæmd, heldur einnig ná- grönnum hennar og vinum, því að þeir höfðu þjáðzt með henni. Sá hæfileiki, að geta sett sig í fótspor annarra, hvetur okkur einnig til þess að meta það, sem er vel gert, og veita hrós fyrir það, til dæmis verk, sem er vel af hendi leyst, góða hugmynd, sem borin er fram, góða þjónustu, sem veitt er. Konan þín hefur kannske búið til ljúffenga eggjaköku? Segirðu henni þá, að þér finnist það? Barnið þitt fær góða einkunn í prófi. Sýnirðu, að þú metur það einhvers, með því að fara yfir verkefnablaðið eða úr- lausnarblaðið með því? Afgreiðslu- stúlka sýnir þér óvenjulega lipurð og kurteisi. Hefurðu orð á því? Þú gagnrýnir kosinn embættismann, þegar hann gerir eitthvað, sem þú ert óánægður með. En hrósarðu honum einnig fyrir þann verknað eða þau störf hans, sem þú ert ánægður með? Flest okkar hugsa í svo ríkum mæli um okkar eigin mál, að okkur hættir til að sýna mótspyrnu, þeg- ar aðrir krefjast athygli okkar og reyna að veita okkur hlutdeild í eigin lífi og fá okkur til að skynja og skilja þeirra mál. En samt erum við óskaplega ánægð, þegar við rekumst á persónu, „sem kann að hlusta", persónu, sem er reiðubúin að taka þátt í okkar vandamálum og deila með okkur gleði og sorg í lífi okkar, persónu, sem er reiðubú- in að ýta til hliðar eigin viðfangs- efnum til þess að taka af einlægni þátt í okkar viðfangsefnum. Ég reyndi slíka fórnfýsi kvöld eitt, þeg- ar við hjónin vorum boðin til kvöld- verðar hjá manni, sem hefur frí- merkjasöfnun sem tómstundaiðju. Mér hafði alltaf þótt frímerkja- söfnun og allt henni viðkomandi mjög leiðinlegt. En í stað þess að látast aðeins taka kurteislega eftir, þegar hann ræddi um frímerki, ákvað ég nú að veita honum þá ánægju að fá raunverulega áhuga- saman hlustanda, er hann ræddi hugðarefni sitt. Og vegna sinnar geysilegu þekkingar á frímerkjum, sögu þeirra og hinna ýmsu útgáfu- landa tókst honum að halda óskertri athygli minni, svo að ég hafði inni- lega ánægju af skýringum hans. Og þegar við kvöddum, ljómaði hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.