Úrval - 01.10.1970, Side 99

Úrval - 01.10.1970, Side 99
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ 97 leiðinni. Orlov, sem var orðinn þétt- kenndur, dansaði fyrir þau frammi í stafni og vakti mikla kæti, er hann var næstum dottinn útbyrðis í dansi sínum. Þegar þau voru komin upp á bryggjuna, sagði frú Dejean: „í mínum augum eruð þið rússnesku skytturnar þrjár og mestu prýðis- menn. Við stöndum í þakkarskuld við ykkur fyrir þessa unaðslegu skemmtiferð. Mig langar því til þess að endurgjalda ykkur vinsemd ykk- ar. Viljið þið gera okkur þá ánægju að koma í móttökuveizluna hjá okk- ur í sendiráðinu á Bastilludaginn? Hann er þann 14. júlí.“ VINAHÓPUR KGB-menn álitu þetta boð sendi- herrafrúarinnar vera stórsigur. Cherkashin afsakaði sig og sagðist ekki geta komið, en svo hafði verið ráðgert fyrirfram. En þeir Kortkov og Orlov komu í sendiráðið þ. 14. júlí og var þar mjög vel tekið af frú Dejean, sem heilsaði þeim af hlýju. Hún kynnti þá tafarlaust fyrir manni sínum, sem bauð þá innilega velkomna á þolanlegri rússnesku. Krotkov fann til óþægindakenndar vegna einlægninnar, sem fólgin var í kveðjum þessum. Sendiherrann var hvorki hávax- inn né tiltakanlega laglegur eða myndarlegur. En hann hafði mikinn persónuleika til að bera, og fas hans var höfðinglegt. Augu hans voru blá og vökul, hörundslitur hans heil- brigður, en hár hans var svolítið tekið að grána. Krotkov fylgdist með því að áhuga, er þeir Dejean og Khrushchev ræddu saman yfir kampavínsglasi síðar um kvöldið og skiptust á skrýtlum og gamansögum og gáfu hvor öðrum stuhdum oin- bogaskot til áherzlu mitt í hláturs- rokunum. Gestirnir gæddu sér á ljúffengum, köldum réttum. Ginette Guibaud gekk yfir til manns síns með þá Krotkov og Orlov í eftirdragi. Gui- baud var sterklega vaxinn maður. Hann skiptist á orðum við. þá á ensku, sem var málfræðilega rétt töluð, en þó stirðbusaleg. Hann virti þá kuldalega fyrir sér, jafnvel af fyrirlitningu. Krotkov leið ekki vel í návist hans, og ályktaði hann, að Guibaud hefði geysimikla skyldu- rækni til að bera og gerði sér góða grein fyrir þeirri ábyrgð, er á hon- um hvíldi, og væri því ekki auðveld bráð fyrir KGB. En kvöldið endaði samt vel fyrir Krotkov. Þegar hann hélt burt, höfðu þær frú Dejean og frú Gui- baud báðar samþykkt að koma í aðra skemmtiferð með honum í næstu viku. viku. KGB samdi umfangsmiklar áætl- anir og gerði ýmsar ráðstafanir til þess að koma á laggirnar nýjum vígstöðvum um haustið í sókn sinni gegn sendiherranum, eftir því sem kunningsskapur þeirra Krotkov og frú Dejeans styrktist. Þetta var nauðsynlegur þáttur hinnar upphaf- legu áætlunar. Og sú framkvæmd gerði það nauðsynlegt, að maður sá, sem var ábyrgur fyrir öllum þessum framkvæmdum, Oleg Mikhailovich Gribanov, yfirmaður 2. aðaldeildar KGB, kæmist í tengsl við háttsett starfsfólk franska sendiráðsins og fengi aðgang að samkvæmislífi þess.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.