Úrval - 01.01.1976, Síða 119

Úrval - 01.01.1976, Síða 119
UMHVERFIS JÖRDINA MED ZEPPELIN GREIFA 117 var kirkjuklukkunum þar hringt I kveðju- skyni; i Königsberg fór helmingur íbú- anna ekki að hátra fyrr en loftskipið var komið fram hjá, heldur þyrptust þeir út á göturnar og veifuðu i kveðjuskyni. Svo tók hið reglubundna skákborð austur- prússisku og litháísku akranna við, og síðan drungalegir skógarflákarnir handan við landamæri Sovétríkjanna. Skömmu eftir miðnætti, þegar skipið nálgaðist 0ralfjöll, urðu farþegarnir vitni að óvenju- legri sjón: Geysiiegur skógareidur sendi grárauðan mökk upp í loftið, og þessi mökkur huldi jörðina gjörsamlega. Graf Zeppelin sigldi áfram, I gegnum þetta kóf. Loks voru einnig naktir tindar og skógivaxnar hliðar Oralfjalla að baki, en endalausar freðmýrar Síberíu tóku við. Fimmtán tímum og fimmtánhundruð kílómetrum síðar var túndran ennþá hið eina sjáanlega, og trúlega var þetta í fyrsta sinn, sem hið ógestrisna landsvæði var rækilega ljósmyndað. Hefði skipið neyðst til að nauðlenda þarna, hefði verið úti um alla. þeir hefðu steinsokkið þarna I fenjunum. Hn hvorki áhöfn né farþegum datt slys í hug. I þeirra augum var LZ 127 rétt eins öruggur farkostur og úthafsskip. Og þetta mikla loftfar var raunar næstum eins stórt eins og farþega skip. Það var 236.5 metra langt, 33,7 metra hátt og 30.5 metrar þar sem það var breiðast. En þótt undarlegt megi virðast, var heild- arþunginn aðeins 55 tonn, eða álíka og þokkalega stórt fiskiskip. Vindillaga skrokkurinn, með hringlaga burðargrind- úm og langböndum á milli, var með 17 hólf full af vetni. Sjálft hulstrið var úr þykku efni, en að utanverðu hafði verið borið á það sérstakur silfurlitur, sem kastaði geislum sólarinnar frá sér. Undir sjálfu skipinu héngu fimm véla- grindur í stálköplum og stálstífum. I hverri grind var tólf strokka Maybach vél, 530 hestafla. Þær gátu unnið hver fyrir sig eða allar saman, og þær gátu einnig gengið afturábak, ef þess gerðist þörf til að stjórna skipinu. Vélarnar voru sérstaklega gerðar til að brenna eldsneyti 1 loftkenndu formi, með sömu eðlisþyngd og loft.. Það hafði þann kost 1 för með sér, að þyngd loftskipsins breyttist ekki, þótt eytt væri af eidsneytinu. Bensín var aðeins notað við sérstök tækifæri, eins og við flugtak og lendingu. Hámarkshraði loft- farsins var 128 kílómetrar á klukkustund, en meðalhraðinn var milli 100 og 115 ktlómetrar. Það er ekki mikið, borið saman við þotur nútímans, en loftfarið komst líka 12 þúsund kílómetra leið án millilendingar. Fremst, undir trjónunni, var rúmgott stýrishús með stóru stýri. Þegar stýrimað- urinn sneri stýrinu, verkaði það á stélið og þannig var hægt að hækka og lækka flugið. Einnig var hægt að hækka flugið með því að hleypa vatni úr ballestinni, eða lækka flugið með því að minnka gasið í loftbelgnum. Með öðru stýri var beygt til hægri eða vinstri. Beint fyrir aftan stjórnklefann var lítið eldhús, ein- göngu búið rafhituðum tækjum, og loft- skeytaklefi. Þar fyrir aftan var 25 fermetra setu- og borðstofa fyrir farþegana, glæsilega búin með teppalögðu parketgólfi, silkivegg- fóðri, þægilegum hægindastólum, raf- magnsljósum og fjórum stórum gluggum, sem slúttu út til að auka útsýnisflötinn. Aftur úr salnum lá gangur með fimm klefum hvoru megin. Þeir voru hlýlega innréttaðir, meðal annars með sófum, sem á nóttunni inátti breyta 1 kojur. Gluggi var eftir endilangri breidd klefanna, og hægt að opna þá að vild. Einu óþægindin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.