Torfhildur - 01.04.2007, Page 9
F r á ritnefnd
Fyrir hönd Torfhildar, nemendafélags bókmenntafræði- og mál-
vísindaskorar við Háskóla íslands, erum við afar stolt af að kynna
íyrsta ársrit félagsins í fjöhnörg ár. Verkefnið fór hægt af stað en
hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og sýna efnistök blaðsins
það best. Torfhildur þessa árs er ólík eldri ársritum að því leyti að nú
er bókmennta- og málvísindaskor orðin stærri og viðameiri skor en
áður og nær nú einnig yfir menningarfræði, listfræði, þýðingafræði
og kvikmyndafræði. Við reyndum því að láta fjölbreytni skorarinnar
koma fram í efni blaðsins. Torfhildur er því orðin réttnefnt
menningarblað.
Efni Torfhildar er unnið bæði af nemendum og kennurum
skorarinnar. Aulc smásagna, ljóða og veglegs viðtals má hér lesa
fræðandi greinar sem eru ýmist útdrættir úr B.A.-verkefnum
nemenda, greinar sem skrifaðar eru í námskeiðum eða einfaldlega
sérstaklega ritaðar fyrir ársritið.
Hér er ekki um skýra fræðilega stefnu að ræða heldur
viljum við og vonum að Torfliildur verði skemmtilegt innlegg í
menningarumræðuna, enda eru nemendur skorarinnar fjársjóður
nýrra og frjórra hugmynda að okkar mati. Höfundar eru misreyndir
pennar og hafa sumir þeirra þegar getið sér gott orð fyrir skrif sín.
Hér er því nýr vettvangur menningarumræðu, vettvangur sem mun
vonandi fæða af sér fræðimenn og listamenn.
Torfhildur er ætluð núverandi nemendum og fyrrverandi, sem
og öllum þeim sem láta sig menningu varða. Því er von oklcar og
trú að Torfhildur eigi nú eftir að vaxa og dafna og verða að árlegum
viðburði.
Að lokum viljum við færa Helgu Kress sérstakar þakkir fyrir
einstaklega mikla velvild í garð framkvæmdar þessa stóra verkefnis.
Fyrir hönd ritnefndar,
Guðrún Hulda Pálsdóttir
V