Torfhildur - 01.04.2007, Qupperneq 12
Ása Helga Hjörleifsdóttir
?
Mulholland Drive segir sögu hinnar óraunverulegu Betty sem
kemur til Hollywood til að reyna fyrir sér sem leikkona. Persónan
Betty er jafn sykurhúðuð og naíf og nafnið sem hún ber, eins og
kvikmyndafræðingurinn og handritshöfundurinn George Toles
| hefúr skrifað: ,,‘Betty’ is a character so entrenched in naivité and the
hokey paraphernalia of small-townness that her whole confected
being is a hymn to unreality“.4 Þegar hún fer í sína fyrstu leikprufu
efast maður því stórlega um að hún - sem virðist sköpuð af stór-
fenglegum b-mynda leikstjóra - muni geta blásið sannfærandi lííi
í þá nafnlausu persónu sem hún á að leika. Umgjörð leikprufunnar
er þar að auki pínlega paþetísk. Leikstjórinn hefur ekkert að segja,
handritið er eins yfirborðslegt og þau gerast, og mótleikari Betty, sem
og allir sem standa að þessari væntanlegu bíómynd, eru ýmist svo
útbrunnir eða andlausir, að sem „sjóaður“ áhorfandi, er maður strax
kominn í hina þægilegu kaldhæðnisstellingu þegar maður hugsar
um hvernig hin saklausa Betty muni lcoma út úr slíkum aðstæðum.
En eins og Toles ræðir í grein sinni, á hinn ólíklegasti gjörningur sér
stað í leikprufunni:
It is here that Betty, as an actress (and eharacter)
evolves, in a matter of seconds, into a more advanced
organism [...] We behold Betty crossing over, in so
many ways at once that the effect is breathtaking, from
guileless pretending to majestic double-dealing [...] As
Betty leaves her ingénue persona behind, who does
she become for the truth-seeking camera? What is the
nature of this metamorphoses? Who is auditioning for
us now?5
Fljótlega eftir leikprufuna „vaknar“ Betty úr draumaheimi sínum,
og við sjáum að sú dularfulla, flókna manneskja sem hún varð
í leikprufunni var fyrirboði um hina „raunverulegu“ Betty, sem
heitir því ýkjulausa nafni Diane Selwyn. En fyrir þann sem horfir á
Mulholland Drive í fyrsta sinn, er Diane sem slík ekki orðin að veru-
4 George Toles; „Auditíoning Betty“, í Film Qiiarterly 58 (haust 2004), ritstj. Catherine
Zimmer (New York, London: tinivereity of California Press, 2004), bls. 2-13, bls. 2.
i 5 Toles, bls. 7-8.
IO