Torfhildur - 01.04.2007, Síða 15
Frá Nietzsche til David Lynch
Sú spurning vaknar hvort David Lynch sé í Mulholland Drive,
líkt og Terrence Maliclc í sínum myndum (þá sérstaklega Days of
Heaven og The Thin Red Line), í fagurfræðilegri leit að möguleika-
num um sjálfsveru, meðvitaður um hina heideggerísku spennu sem
ríkir á milli þess sýnilega og ósýnilega. „A visual investigation of the
human situation, of our living in a world which is at once beyond our
capacity to fully conceive, but for which we have devised a complex
arsenal of techniques for conception“.10 í gegnum Heidegger erum
við því aftur komin að Nietzsche; að „hrokinn sem íylgir þekkingunni
og skynjuninni hylur augu og skilningarvit manna í þoku og villir
þeim sýn á raunverulegt verðmæti tilverunnar [...]. Þekkingin sem
slík er blekkingartæki“.“ í Mulholland Drive verður könnun Lynch
á þessum áðurnefndu óljósu mörkum hins þeklcta og óþekkta í
oklcur sjálfum að leit að „raunverulegu verðmæti tilverunnar“. Og
hugsanlega felst fegurð (í hinum víðasta skilningi) kvikmyndar- [
innar í meðvitund Lynch um að slík „verðmæti“ verða ekki fundin
nema í gegnum tálsýnirnar (blekkingarnar) sjálfar, og þá aðeins sem
fagurfræðileg túlkun. Með öðrum orðum: Að í gegnum tálsýnirnar, í
gegnum hið skáldaða og sviðsetta, skapist möguleikinn á því að
skynja veruleikann á meira skapandi hátt. Máttur (leik)listarinnar
gæti því falist í því að í hinu sviðsetta, í raun því sem er„ekki satt“,
stöndum við augliti til auglitis við tálsýnir sem við höfurn ekki gleymt
að séu tálsýnir.12
Eins og Toles segir um leikprufu Betty, og hvernig við
skynjum hana aldrei sem sannfærandi persónu, hvernig við finnum
í raun ekki fýrir henni, fyrr en hún gengur inn í hlutverk annarrar,
óþekktrar konu: ,,[We see] what the power of performance can make
happen: how it can swiftly confer a sense of identity and a grounded-
ness that have sphinx-like credibility.“13
Lynch hefur náð að festa á filmu þetta augnablik þar sem leik-
konan Betty hrekkur úr tálsýninni sem manneskja, inn í hina
listrænu tálsýn. Lílct og tárin sem hún fellir völcvi sál hennar,
blómstrar hún sem ókunnug vera. Hún finnur sig, vitandi þó að
henni er ekki skapað nema skilja; það er einungis spurning um
10 Sama rit, bls. 76.
11 Nietzsche, bls. 16.
12 Sbr. sama rit, bls. 21: „Sannindi eru tálsýnir sem við höfum gleymt að eru tálsýnir."
13 Toles, bls. 2.