Torfhildur - 01.04.2007, Page 16
Ása Helga Hjörleifsdóttir
andartök þar til þessi nýfæddu blóm munu byija að visna, því hér
getur hún ekki verið. Augnablikið hefur gert áhorfandann ríkari í
þeirri merkingu að við verðum vitni að því samspili fundar og missi
sem á sér stað á slíkum flótta (fúgu). En íyrir Betty, er slíkt samspil
einungis hverfult augnablik, sem hefur jafnframt náð að ræna hana
síðasta hálmstráinu sem „Betty“. Eftir leikprufuna er Betty tálsvift
að einhveiju leyti: Hún situr uppi með tilvistarkreppu og flæktar
tilfinningar þessarar „framandi“ persónu sem hún þóttist vera;
líklega skynjar hún að sá framandleiki sé henni mun nálægari en
sú Betty sem hún setur á svið, og um leið falla tjöldin fyrir „Betty“.
Minnumst enn orða Nietzsches:
Vei þeirri örlagaríku forvitni serri freistast til að gægjast
út um rifu á vitundarkompunni niður í hyldýpið og fær
nú hugboð um vægðarleysið, óseðjanlega græðgina,
ógriina sern maðurinn hvílir á í græskulausu tómlæti,
líkt og hann gefi sig draumum á vald liggjandi á baki
I tígrisdýrs.'4
í
Eftir að hafa séð ógnvæna fegurð tígrísdýrsins, eftir að hafa fundið
blóm hins illa, geta „draumar“ Bettyar ekki verið eins ljúfir og áður,
enda nálgast martröðin (eða hennar melódramatíski veruleiki) -
lokakaflar Mulholland Drive - óðum. En hvað segir þetta oklcur um
fagurfræðilegt sjónarhorn David Lynch?
Toles hefur bent á að Lynch virðist vera í stöðugri samræðu við
listræna möguleika þess gervilega, þess tilbúna (e. artificial).
Lynch has alerted us (here and in his other filrns) that
he is able to reduce even plastic ingénues to spasnrs
of compelling woe. For Lynch, the fact of a charac-
ter’s conspicuous fabrication is no safeguard against
real hurt. He often resei'ves his greatest torments for
those most deeply enfolded in artifice, as though the
artificial (in its nearness to dream) were the natural
| seedbedfortrauma.15
14 Nietzsche, bls. 17.
15 Toles, bls. 4. Mín skáletrun