Torfhildur - 01.04.2007, Síða 18
Ása Helga Hjörleifsdóttir
may never have happened but as I recall them so they take place“.18
Draumur Bettyar er að íyllast af trámatískum þáttum úr hennar
eigin (vöku) lífi, er hún horfir á andlit líksins, en það er seinna sem
við sjáum að lílcið er hún sjálf. Um nóttina vill Rita að Betty komi
með sér á næturklúbinn Silencio.
I
Þessi dularfulli, dramatíski staður, sem virðist sveipaður
blárri slikju, er myrkur hliðarheimur að einhverju leyti, einhvers
| konar camera obscura.19 Það er kannski krefjandi fyrir okkur í
hinum vestræna póst-platónska heimi að finna vísdóm í hinu myrka,
j í hinu óræða, í draumnum. En hér, líkt og í fyrri myndum, er það í
raun tækifærið sem Lynch gefur oklcur. Hugsanlega var manneskjan
ekki alltaf jafn hrokafull í „þekkingu“ sinni; bókmenntafræðingurinn
Victoria Nelson minnir okkur á þessa þekkingarfræðilegu þróun í
tengslum við hugmyndina um hellinn eða „grottóið“, þar sem hún
segir meðal annars: „Pre-Socratic Greek philosophy was rooted in a
tradition of seeking wisdom in the darkness, not the light, via dream
j incubations in caves“.2° í Silencio-klúbbnum er eins og Betty og Rita,
ásamt okkur, gangi inn í slíkan draum, slíkan myrkrahelli sem er
örugglega lykill að einhverju; en hveiju? Þær sefjast í rauð flauels-
sæti og um leið kemur kynnir kvöldsins (er hann töframaður?) fram
á sviðið og tilkynnir okkur, líkt og það þurfi að minna á „suspension-
of-disbelief ‘ samkomulag áhorfanda og listamanna: „No hay banda.
This is all a tape-recording. No hay banda, and yet we hear a band
[...] It is all an illusion, listen!“ Við það byijar Betty að skjálfa lílct og
j um flogakast væri að ræða, og þegar hin eina sanna Rebecca del Rio
stígur á svið og syngur sína harmrænu pop-aríu byrja tár Bettyar
(sem og Ritu) að streyma. Hvað á sér stað?
j
Hér að framan var spurt um fagurfræðilegt sjónarhorn Lynch, og
hvort það fælist í meðvitund hans um listræna möguleika þess
tilbúna og sviðsetta. Ef „sannindi“, eins og Nietzsche skrifar, eru
tálsýnir sem við höfum gleymt að eru tálsýnir, gæti fundist einhver
18 Harold Pinter, Old Times í Harold Pinter: Plays 3 (London: Faber and faber, 1997),
bls. 245-313, bls. 270.
19 Líkt og Alexander Pope sagði um sinn „helli" (grotto) þar sem hann skrifaði flest sín
verk: Iwiien you shut the doors ofthe Grotto, it beeomes on the instant, from a luminous
Room, a Camera obscuraSjá Vietoria Nelson, The Secret Life ofPuppets (Cambridge,
London: I-iarvard University Press, 2001), bls. 3.
20 Nelson, bls. 3.